1.6.2019 | Nýir rekstraraðilar að Stað á Eyrarbakka

Forsíða » Fréttir » Nýir rekstraraðilar að Stað á Eyrarbakka

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg hefur gert samkomulag við Elínu Birnu Bjarnfinnsdóttur og Ingólf Hjálmarsson um daglegan rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.

Samkomulagið gildir frá 1. júní 2019 og felur meðal annars í sér daglega umsjón með húsnæðinu, þrif, minniháttar viðhald, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og móttöku pantana vegna útleigu.

Markmið nýrra rekstraraðila er að auka enn frekar nýtingu á húsnæðinu.

Í dag nýtist húsnæðið undir íþróttakennslu, æfingar á vegum Ungmennafélags Eyrarbakka auk viðburða í tengslum við sveitarfélagið og annarra viðburða tengda útleigu.

Elín Birna og Ingólfur tóku formlega við starfi rekstraraðila af Siggeiri Ingólfssyni síðastliðinn föstudag og af því tilefni var boðið upp á sannkallaða hnallþóruveislu með morgunkaffinu á Stað.

Sveitarfélagið Árborg þakkar Siggeiri fyrir vel unnin störf gegnum árin og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.