2.9.2016 | Nýr Læsissáttmáli Heimilis og skóla kynntur við hátíðlega opnun í Árborg

Forsíða » Fréttir » Nýr Læsissáttmáli Heimilis og skóla kynntur við hátíðlega opnun í Árborg

image_pdfimage_print

Í Þjóðarsáttmála um læsi var eitt af meginmarkmiðum samkomulags menntamálaráðuneytis við Heimili og skóla að útbúa Læsissáttmála fyrir foreldra og kennara og innleiða hann í skóla landsins. Sáttmálinn var kynntur við hátíðlega opnun í Árborg fimmtudaginn 1. september og fór athöfnin fram í Vallaskóla. Samkomunni stýrði Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.

radherraIllugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, var með erindi um læsisátak það sem hófst formlega á síðasta skólaári með gerð Þjóðarsáttmála um læsi við sveitarfélög landsins og Heimili og skóla. Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla, fjallaði um vinnu samtakanna í læsisverkefninu, kynnti læsissáttmálann og opnaði formlega nýja heimasíðu. Anna Margrét hafði orð á því að það væri eftirtektarvert hversu foreldrastarf í Árborg hefði eflst á undanförnum árum. Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, ávarpaði samkomuna og lýsti m.a. ánægju með að Árborg hefði verið valið fyrir hátíðlega opnun og kynningu á nýjum læsissáttmála fyrir foreldra og kennara. Ávarp Þorsteins er hægt að sjá hér.

 

selloUnga fólkið átti flotta fulltrúa á hátíðarsamkomunni. Tveir nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga voru með fidlatónlistaratriði ásamt Róbert Darling, skólastjóra, sem lék undir á píanó.  Hugrún Birna Hjaltdóttir spilaði á fiðlu, Wals eftir Johannes Brahms og Katrín Birna Sigurðardóttir spilaði á selló, Allegro eftir Benedetto Marcello. Jón Þórarinn Þorsteinsson, nemandi í Vallaskóla og sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar 2016, las Ljóð um ljóð eftir Ingólf Kristjánsson.

 

 

kakaEftir athöfnina var boðið upp á veitingar.

Síðar um daginn var kynning á sáttmálanum og nýrri heimasíðu fyrir foreldra í Árborg. Þar er hægt að kynna sér málið ásamt því að fá góðar leiðbeiningar. Sjá nánar http://www.heimiliogskoli.is/

 

 

 

 

jon_thorarinnformthorsteinn