31.5.2018 | Opið er fyrir umsóknir í grenndargarða Árborgar 2018

Forsíða » Auglýsingar » Opið er fyrir umsóknir í grenndargarða Árborgar 2018
image_pdfimage_print


Sveitarfélagið Árborg leigir út garðlönd til íbúa í sumar.

Garðarnir á Selfossi eru á grænu svæði milli Norðurhóla og Lóurima eða þar sem gömlu  skólagarðarnir voru. Aðeins eru örfáir garðar lausir enda er þar um að ræða ársleigu á garði og ganga þeir fyrir sem nýttu garðinn í fyrrasumar.
Leigan stendur frá 1.maí 2018 til 15. Apríl 2019. Allir garðarnir eru 25 fm og leiga hvers garðs er 2.900kr.  
Allar nánari upplýsingar um garðana á Selfossi veitir Auður Ottesen á audur@rit.is

Garðarnir á Eyrarbakka eru staðsettir vestan við bæinn og er garðlandið þar sendið.
Stærð á görðunum er 25 fm og leiga hvers garðs er 2.900 kr.
Görðunum verður skilað tættum og merktum og hægt verður að komast í vatn við alla garða.
Leigan á görðunum á Eyrarbakka stendur frá 1. maí til 1. október 2018.

Tekjur af grenndargörðum eru notaðar til uppbyggingar á svæðinu.

Eyðublöð er að finna á íbúagátt Árborgar sem er á  heimasíðu Árborgar, www.arborg.is , undir  Mín  Árborg og umsóknarfrestur er til 20. maí nk.

Nánari upplýsingar fást hjá umhverfisdeild í síma 4801900 eða með því að senda póst á  birna@arborg.is