2.9.2019 | Opin íbúafundur um kynningarmál á Eyrarbakka og Stokkseyri

Forsíða » Fréttir » Opin íbúafundur um kynningarmál á Eyrarbakka og Stokkseyri

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg boðar til íbúafunda á Stokkseyri og Eyrarbakka miðvikudaginn 4. september nk. kl. 19:00 (BES Stokkseyri) og kl.20:30 ( Stað , Eyrarbakka) til að ræða hugmyndir að kynningarherferð á Sveitarfélaginu Árborg. Samþykkt var af bæjarstjórn Árborgar fyrr í sumar að framleitt yrði kynningarefni til að sýna þá þjónustu og þau tækifæri sem eru í boði í samfélaginu. Með þessum íbúafundum vill sveitarfélagið leita til íbúa um hugmyndir að kynningarefni og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

  • Hvað fyllir þig stolti úr samfélaginu?
  • Hvaða sögu ætti að segja af svæðinu?
  • Hvaða áhugaverðu staðir ættu að koma fram?

 

Fundirnir fara fram á eftirfarandi tímum mið. 4.sept nk. og eru allir velkomnir

  • Barnaskólanum á Stokkseyri kl. 19:00   
  • Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 20:30