29.1.2014 | Opinn fundur um bæjar- og menningarhátíðir 2014 í Árborg

Forsíða » Fréttir » Opinn fundur um bæjar- og menningarhátíðir 2014 í Árborg

image_pdfimage_print

Þriðjudaginn 28.janúar hélt íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar opinn fund um bæjar- og menningarhátíðir í sveitarfélaginu á árinu 2014. Kjartan Björnsson, formaður nefndarinnar stýrði fundinum en um 15 fulltrúar bæjar- og menningarhátiða mættu á fundinn. Farið var yfir skipulag ársins og dagsetningar hátíða sem og var rætt um árið 2013. Hvernig hefði gengið, hvað mátti betur fara og hvað gekk vel. Í heildina gengu flestar hátíðarnar vel á síðasta ári en veður setti strik í reikningin á þeim flestum. Tækifærin eru mikil á þessu ári og miklu máli skiptir að vinna saman að heildar kynningu svæðisins. Fram kom að Sveitarfélagið Árborg muni styrkja hátíðarnar svipað og undanfarin ár sem og verður gefin út viðburða- og menningardagskrá í febrúar sem verði dreifti inn á öll heimili á Suðurlandi með vorinu.