8.2.2018 | Opnir fjölskyldutímar hefjast aftur í íþróttahúsinu IÐU sun. 11.feb.

Forsíða » Fréttir » Opnir fjölskyldutímar hefjast aftur í íþróttahúsinu IÐU sun. 11.feb.

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg byrjar aftur með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi. Tímarnir verða nokkra sunnudaga fram á vor kl. 10:00 – 11:30. Við byrjum nk. sunnudag 11.febrúar og eru foreldrar velkomnir með börnin sín í IÐU. Árni Páll Hafþórsson og Díana Gestsdóttir sjá um fjölskyldutímana og eru til aðstoðar í salnum en tímarnir eru ætlaðir fyrir börn og foreldra en ekki er ætlast til þess að börn séu skilin ein eftir í salnum.