26.8.2019 | PEERS®námskeið í félagsfærni

Forsíða » Auglýsingar » PEERS®námskeið í félagsfærni

image_pdfimage_print

Námskeiðin hefjast þann 10.september og verða vikulega í 14 skipti. Námskeiðin eru ætluð börnum/ungmennum og foreldrum þeirra.

Kl. 15:00 – 16:30 fyrir börn 10-12 ára og foreldra þeirra. Stærð hóps 8-10 börn.
Kl. 17:00 – 18:30 fyrir ungmenni 13-15 ára með þroskahömlun og/einhverfu. Stærð hóps 8-10 ungmenni.

Sækja þarf um fyrir 4. september 2019.

PEERS® er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi og/eða aðra félagslega erfiðleika.

Á PEERS félagsfærninámskeiði er markmiðið að:
•Barnið/ungmennið læri að eignast vini og halda þeim.
•Að foreldri læri að styðja unglinginn í að finna sér viðeigandi vini.
•Að foreldri læri leiðir til að styrkja færni unglingsins við að eignast nýja vini.
•Að foreldri læri leiðir til að efla félagslegt sjálfstæði unglingsins.

Aðalstyrkleiki félagsfærniþjálfunar PEERS® er að námskeiðið er fyrir bæði unglinga og foreldra þeirra og læra foreldrar hvernig þeir geta haldið áfram og fylgt eftir félagsfærniþjálfun unglinganna eftir að námskeiðinu lýkur.

Um námskeiðið:
Námskeiðið er fyrir bæði unglinga og foreldra og er unnið með sama eða svipað efni samtímis í sitt hvorum hópnum. Barni/ungmenni er kennt í gegnum beinar leiðbeiningar, samræður, hlutverkaleiki, myndbönd og heimaverkefni. Foreldrahópnum er kennt að vera félagsþjálfi unglinganna með því að farið er yfir heimaverkefni í hverjum tíma og fylgt vel eftir hvernig hvert og eitt foreldri leiðbeinir sínum ungling heima. Unnið er út frá styrkleikum og áhugasviði hvers barns/ungmennis. Í lok hvers tíma koma hóparnir tveir saman í 10 – 15 mínútur og heimaverkefni eru skipulögð í sameiningu. Síðasti tíminn er útskrift og þá eru verðlaun og afhending viðurkenningarskjala.

Leiðbeinendur:
•Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, iðjuþjálfi
•Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH

Staðsetning er Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2, III hæð.

Námskeiðsgjald er kr. 20.000 og inn í þeirri upphæð er símaskimun, einkaviðtal og 14 skipti fyrir annars vegar börn/ungmenni og hins vegar foreldra, hvert skipti 90 mín.

Athugið að hægt er að sækja um hvatagreiðslur hjá sveitarélaginu. Þar sem námskeiðið er einnig fyrir foreldra þá geta þeir sótt um tómstundastyrki í sínum stéttarfélögum.

Skráning í netfangið audur.gretars@arborg.is.

Heimasíða námskeiðsins er www.felagsfaerni.is. Sjá einnig á FB PEERS félagsfærninámskeið.