10.4.2019 | Rekstur samkomuhússins Stað á Eyrarbakka

Forsíða » Auglýsingar » Rekstur samkomuhússins Stað á Eyrarbakka
image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja hafa umsjón með samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Um er að ræða daglegan rekstur hússins sem m.a. felst í:

  • Yfirumsjón, eftirliti og þrifum á húsnæðinu
  • Útleigu á samkomusal
  • Minni viðhaldsverkum
  • Rekstur upplýsingamiðstöðvar í anddyri yfir sumarið

Samkomuhúsið Staður er samkomuhús á Eyrarbakka í eigu Sveitarfélagsins Árborgar þar sem Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er með hluta af íþróttakennslu, Ungmennafélag Eyrarbakka með æfingaaðstöðu og kvenfélag Eyrarbakka með funda- og félagsaðstöðu. Í salnum eru flest allar samkomur sem haldnar eru á svæðinu líkt og þorrablót, erfidrykkjur, ýmsar veislur og fleira en tækifæri er fyrir rekstraraðila að auka við útleigu þar sem tekjur af henni renna til rekstraraðila. Yfir sumartímann hefur verið upplýsingamiðstöð í anddyri hússins.

Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar hjá Braga Bjarnasyni, menningar- og frístundafulltrúa Árborgar í síma 480-1900 eða í tölvupósti á bragi@arborg.is. Umsóknir þurfa að innihalda ferilskrá umsækjanda ásamt stuttri greinagerð um ástæðu umsóknar.

Umsóknir skal senda í tölvupósti á bragi@arborg.is merkt „Staður Eyrarbakka“ fyrir 30. apríl 2019.

Sveitarfélagið Árborg