13.5.2016 | Samborg var tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Forsíða » Fréttir » Samborg var tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla

image_pdfimage_print

Samborg var tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 11. maí sl. fyrir að efla samstarf milli foreldrafélaga allra grunn- og leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg. Inga Dóra Ragnarsdóttir og Guđbjörg Guðjónsdóttir tóku við viðurkenningu fyrir hönd Samborgar úr höndum Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, og Önnu Margrétar Sigurðardóttur, formanns Heimilis og skóla. Bestu hamingjuóskir til Samborgar sem er vel að viðurkenningunni komin.

Sjá einnig fb-síðu Foreldrafélags Sunnulækjarskóla og heimasíðu Heimilis og skóla.