6.6.2014 | Sameinumst á Kótelettuna 13-15. júní 2014

Forsíða » Fréttir » Sameinumst á Kótelettuna 13-15. júní 2014

image_pdfimage_print

Dagana 13. til 15. júní fer fram í 5. sinn fjölskyldu-, tónlistar- og grillfestivalið Kótelettan 2014. Hátíðin er búin að skipa sér sess sem ein stærsta grillveisla landssins og ein af skemmtilegri hátíðum landsbyggðarinnar. Allir voru sammála um það í aðdraganda nýafstaðinna kosninga að standa saman um menningu og afþreygingu í bænum okkar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hann betri. Hátíð á borð við Kótelettuna er einstakt tækifæri til að sameina okkur og koma okkur enn betur á kortið.  Í dag hafa fjölmargir aðilar og fyrirtæki aðkomu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti og sameinast þannig í að gera hana að hátíð sem bæjarbúar allir geta verið stoltir af. Dagskemmtunin mun líkt og í fyrra öll fara fram í hjarta bæjarins en það hlaut miklar og góðar undirtektir allra þátttakenda. Það er ósk okkar allra að bæjarbúar geri þessa hátíð að sinni, bjóði brottfluttum heim, borði íslenskt kjöt og íslenskt meðlæti og, síðast en ekki síst, njóti þess að vera saman, grilla og hafa gaman.

Ásta Stefánsdóttir, Helgi Haraldsson, Eggert Valur Guðmundsson og Viðar Helgason