16.5.2018 | Samningur milli Sv. Árborgar og Körfuknattleiksfélags Selfoss undirritaður

Forsíða » Fréttir » Samningur milli Sv. Árborgar og Körfuknattleiksfélags Selfoss undirritaður

image_pdfimage_print

Laugardaginn 12. maí sl. undirrituðu Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv. Árborgar og Gylfi Þorkelsson, formaður körfuknattleiksfélags Selfoss samning um áframhaldandi stuðning við starfsemi félagsins. Samningurinn gildir til ársins 2022 og fær félagið áframhaldandi rekstrarstyrk líkt og í fyrri samningi. Styrktarsjóður Selfoss – körfu og Árborgar heldur áfram sem og verður gerður sérstakur samningur varðandi áframhaldandi rekstur félagsins á körfuknattleiksakademíu við Fjölbrautarskóla Suðurlands.  Á meðfylgjandi mynd handsala þau Ásta og Gylfi endurnýjaðan samning á lokahófi félagsins sl. laugardag.