20.3.2014 | Samningur við björgunarsveitina Björgu

Forsíða » Fréttir » Samningur við björgunarsveitina Björgu

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg og björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka hafa endurnýjað samstarfssamning sinn. Samningurinn er gerður til 3ja ára og tekur m.a. til barna- og unglingastarfs sem björgunarsveitin sinnir, þátttöku sveitarinnar í viðburðum og hátíðum og umsjónar með sjómannadeginum á Eyrarbakka. Á myndinni má sjá Víglund Guðmundsson, formann Bjargar, og Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, handsala samninginn.