5.9.2017 | Sérfræðingur á fjármálasviði

Forsíða » Auglýsingar » Sérfræðingur á fjármálasviði
image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir því að í stöðu sérfræðings á fjármálasviði í 100% starf.
Um tímabundna ráðningu er að ræða til 12 mánaða.

Helstu verkefni :

  • Mótun innkaupaferla hjá sveitarfélaginu.
  • Samræming og umsjón með innkaupamálum í samráði við stjórnendur.
  • Eftirlit með rekstri
  • Önnur verkefni á fjármálasviði.

Menntun og hæfniskröfur :

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af innkaupamálum er æskileg.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Gerð er krafa um nákvæm og öguð vinnubrögð og þarf viðkomandi að vera talnaglöggur.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri í síma 480-1900.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Laun fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og  viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 18.september næstkomandi. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til Ingibjargar Garðarsdóttur fjármálastjóra, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfoss, netfang inga@arborg.is, merkt sérfræðingur á fjármálasviði.