4.12.2018 | Skemmtilegir og fróðlegir þemadagar í 5. bekk

Forsíða » Fréttir » Skemmtilegir og fróðlegir þemadagar í 5. bekk

image_pdfimage_print

Dagana 12. – 16. nóvember voru þemadagar í 5. bekk þar sem unnin voru fjölbreytt verkefni sem öll tengdust lestri. Nemendur gerðu lestrarhvetjandi tré sem vex og dafnar við hverja bók sem þeir lesa. Kynntu sér rithöfunda og skrifuðu umfjöllun um þá og verkefnin voru hengd upp á bókasafni skólans til fróðleiks fyrir aðra lestrarhesta.  Gefið var út skólablað og einnig fóru allir nemendurnir í heimsókn á leikskólann Hulduheima og lásu fyrir leikskólabörn á elstu deildum leikskólans.

Sjá frétt og fleiri myndir á vef Sunnulækjarskóla