Æskukot, Stokkseyri

Forsíða » Skólar » Leikskólar í Árborg » Æskukot, Stokkseyri
image_pdfimage_print

Leikskólinn Æskukot, Stokkseyri 

Æskukot heimasíða 1Leikskólinn Æskukot
Blómsturvellir  1, 825 Stokkseyri
Netfang:brimver@arborg.is
Leikskólastjóri:  4806352
Bátaklettur:        4806356
Fiskiklettur:        4806357
Undirbúningur:  4806354.

 

Sjá heimasíðu  Æskukots og Brimvers– http://strondin.arborg.is/ 

Sumarleyfi leikskóla í Árborg

Sigríður Birna Birgisdóttir, er leikskólastjóri sameinaðra leikskóla Brimvers á Eyrarbakka og Æskukots á Stokkseyri.

Heilsuleikskólinn Æskukot stendur við Blómsturvelli 5 á Stokkseyri. Hann hóf starfsemi sína 11. október 1987. Tuttugu árum síðar var leikskólinn stækkaður og öll aðstaða fyrir börn og starfsfólk bætt. Nú er Æskukot tveggja deilda leikskóli með rými fyrir 42 börn samtímis. Vistunartíminn er breytilegur, allt frá fjórum klukkustundum upp í níu og hálfa klukkustund.
Leikskólinn er opinn alla virka daga frá klukkan 7:45 til klukkan 16:30.

Stefnur og hugmyndafræði leikskólans
Heilsuleikskólinn Æskukot starfar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 1999. Samkvæmt henni er lögð áhersla á að rækta alla þroskaþætti barnsins, miðað við aldur og getu hvers og eins. Áhersla er lögð á að kynna og innleiða Heilsustefnuna í leikskólann og fékk Æskukot viðurkenningu sem Heilsuleikskóli þann 10.10.2010. Markvisst hefur verið unnið að því að fá Grænfánann og fögnuðum við þeim áfanga 15.06.2010. Markmið Æskukots eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu, listsköpun, lífsleikni og umhverfismennt í leik og starfi.

Umhverfis og heilsusáttmálinn

 Stefnan hér á Æskukoti, er sem segir hér
göngum vel um náttúruna
virðum bæði tré og runna
Svo dýr og börn og jörðinni
geta lengi leikið sér.

 Matur hreyfing skiptir máli, fyrir okkur öll
hoppum, hlaupum, klifrum
borðum matinn, biðjum
að gæfa og gleði fylgi okkur
framtíðin er BJÖRT !
Lag: Gamli Nói

Skólanámskrá 2011
Viðbragðsáætlun við innflúensu