Álfheimar, Selfossi

Forsíða » Skólar » Leikskólar í Árborg » Álfheimar, Selfossi
image_pdfimage_print


Nafn: Leikskólinn Álfheimar
Heimilisfang:  Sólvellir 6
Póstfang:  800 Selfoss
Símanúmer: 480-3240
Netfang  alfheimar@arborg.is

Sjá heimasíðu Álfheima   

Sumarleyfi leikskóla í Árborg

Leikskólastjóri :  Jóhanna Þórhallsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri: Eva Hrönn Jónsdóttir

Leikskólinn er fyrsti leikskólinn á Selfossi sem eingöngu er hannaður sem slíkur. Leikskólinn var formlega tekinn í notkun 13. desember 1988 og býður upp á dvöl allan daginn.
78 börn geta dvalið samtímis í leikskólanum Álfheimum.

Hugmyndafræði leikskólans
Sú hugmyndafræði sem liggur að baki markmiði Álfheima er:
Boðskiptakenningin sem Gregory Bateson þróaði á sjötta tug nýliðinnar aldar. Birgitta Knutsdotter Olafsson, sænskur prófessor, er öflugur boðberi kenningarinnar og 1986 byrjaði hún að vinna að rannsóknarverkefni um „leikinn sem uppeldisaðferð“ Þar skilgreinir hún hann samkvæmt boðskiptakenningu Bateson. Hún leggur m.a. mikla áherslu á þýðingu og hlutverk fullorðna fólksins í leikuppeldi leikskóla- barna.
Gagnvirkniskenningin sem Berit Bae, norskur lektor, í uppeldisfræði hefur notað í sínum rannsóknum. Þar er lögð áhersla á að viðhorf, viðmót og að öll framkoma starfsmanna gagnvart börnum og starfsfélögum skapi forsendur fyrir þróunarmöguleikum þessara aðila.

Markmið leikskólans
Í leikskólanum er lögð áhersla á að efla meðal barnanna mannkærleika, samkennd, umburðarlyndi og vináttu. Gott félagslegt andrúmsloft sé skapað í vel skipulögðu uppeldisumhverfi þar sem börn og starfsfólk fái notið sín og þroskað eiginleika sína fordómalaust.
Leikskólinn Álfheimar starfar eftir umhverfisvænni uppeldisstefnu.
Markmið hennar er:

1. Að leikskólinn Álfheimar verði umhverfisvænn.
2. Að gera starfsfólk leikskólans hæfara og meðvitaðra um hvað það er að vera umhverfisvænn.
3. Að virkja börnin og fræða þau um hve mikilvægt það er að bera virðingu fyrir náttúrunni og ganga vel um hana.
4. Að flokka sorp, endurnýta það eins og hægt er og vera sparsamari í neysluvenjum.

Símaskrá Álfheima

Viðbragðsáætlun við innflúensu