Brimver, Eyrarbakka

Forsíða » Skólar » Leikskólar í Árborg » Brimver, Eyrarbakka
image_pdfimage_print

Leikskólinn Brimver
Nafn: Leikskólinn Brimver
Heimilisfang:  Túngata 39
Póstfang: 820 Eyrarbakka
Símanúmer: 480-3270
Netfang: brimver@arborg.is

Sjá heimasíðuna Brimvers og Æskukots – http://strondin.arborg.is/ 

Sumarleyfi leikskóla í Árborg

Sigríður Birna Birgisdóttir, er leikskólastjóri sameinaðra leikskóla Brimvers á Eyrarbakka og Æskukots á Stokkseyri.

Heilsuleikskólinn Brimver hóf starfsemi sína 17. mars 1975, en er nú í viðbyggðu og endurnýjuðu húsnæði sem var formlega tekið í notkun 29. ágúst 1999. Vistunartíminn er breytilegur, allt frá fjórum klukkustundum upp í níu og hálfa klukkustund, 39 börn geta dvalist samtímis í leikskólanum.
Leikskólinn er opinn alla virka daga frá klukkan 7:45 til klukkan 16:30.

Hugmyndafræði leikskólans

Heilsuleikskólinn Brimver starfar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 1999. Samkvæmt henni er lögð áhersla á að rækta alla þroskaþætti barnsins, miðað við aldur og getu hvers og eins. Áhersla er lögð á að kynna og innleiða Heilsustefnuna í leikskólann og fékk Brimver viðurkenningu sem Heilsuleikskóli þann 10.10.2010.

Mark mið leikskólans

Að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu, listsköpun, lífsleikni og umhverfismennt í leik og star
Að barnið kynnist leik og leikgleði.
Að barnið öðlist færni í samskiptum í hóp.
Að barnið læri að meta hreyfingu og þá ánægju sem hreyfing veitir.
Að barnið kynnist listrænni sköpun.

Símaskrá Brimvers

Viðbragðsáætlun við innflúensu

Ársáætlun 2009 – 2010

Ársskýrsla 2009 til 2010