Hulduheimar, Selfossi

Forsíða » Skólar » Leikskólar í Árborg » Hulduheimar, Selfossi
image_pdfimage_print

OLYMPUS DIGITAL CAMERANafn : Leikskólinn Hulduheimar
Heimilisfang: Erlurima 1
Póstfang: 800 Selfoss

 

Símanúmer: 480-3280
Netfang: hulduheimar@arborg.is
Sjá heimasíðu Hulduheima

Símaskrá Hulduheima

Sumarleyfi leikskóla í Árborg

Leikskólastjóri Kristrún Hafliðadóttir kristrunh@arborg.is
Aðstoðarleikskólastjóri Sólveig Dögg Larsen solveigd@arborg.is

Leikskólinn Hulduheimar opnaði 14. nóvember 2006, í  Hulduheimum geta 135 börn dvalið samtímis og í dag starfa 35 starfsmenn í mismunandi stöðuhlutföllum.

Leikskólinn starfar í ljósi hugmyndafræði John Dewey. Grunnhugmyndir uppeldisstefnu John Dewey byggjast á hugmyndum sem er lýst á einfaldan hátt í einkunnarorðunum ,,learning by doing“, að læra í athöfn og að læra af eigin reynslu.

Markmið leikskólans eru:
• Einstaklingsmiðað nám, barnið í brennidepli. Byggt er á fyrri reynslu barnsins þannig að það myndast samfella milli heimilis og leikskóla og umhverfisins.

• Áhersla á að börn og starfsfólk kynnist nánasta umhverfi leikskólans og noti í daglegu starfi í leikskólanum.

• Lýðræði í leikskólanum – Lífsleikni. Unnið er með sjálfshjálp, lífsleikni, samskipti og skilning á þörfum einstaklingsins, þannig að samfella myndist í reynslu þeirra og menntun.

Kennsluaðferð leikskólans er:
Könnunaraðferðin, könnunaraðferðn æfir félagslega færni barna en félagslegfærni gengur m.a. út á að læra að gefa og þyggja, eiga vini, eiga samskipti við aðra og læra að skilja orsök og afleiðingar. Börnin þurfa að læra að takast á við velgengni og mistök og geta greint frá tilfinningum sínum. Verkefnavinnan skiptist í þrjá hluta sem tákna upphaf, miðju og endi.