Jötunheimar Selfossi

Forsíða » Skólar » Leikskólar í Árborg » Jötunheimar Selfossi
image_pdfimage_print

JötunheimarNafn: leikskólinn Jötunheimar
Heimilisfang:
Norðurhólum 3
Póstfang: 800 Selfoss
Símanúmer: 4806370
Netfang: jotunheimar@arborg.is                        

Sjá heimasíðu Jötunheima

Sumarleyfi leikskóla í Árborg

Leikskólastjóri: Júlíana Tyrfingsdóttir – julianat@arborg.is

Aðstoðarleikskólastjóri: Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir – gir@arborg.is

Leikskólinn Jötunheimar – jotunheimar@arborg.is
Jötunheimar hófu starfsemi 8. september 2008 við sameiningu leikskólanna Ásheima og Glaðheima í nýju húsnæði við Norðurhóla 3. Leikskólinn er 6 deilda og þar geta dvalist 135 börn í einu. Opnunartími er frá kl. 7,45 – 17.  Kjörorð leikskólans er  Leikur – vinátta – sköpun – gleði. Áhersla er á leikinn og að barnið læri í gegnum leik. Fullorðnir eiga að vera leiðbeinandi og styðja börnin í þekkingarleit sinni og gefa þeim nægan tíma til að leysa þau verkefni sem þau eru að fást við. Í samskiptum er lögð áhersla á að kenna dygðir eins og hugrekki, þolinmæði og vinsemd.

Í dagskipulagi er hópastarf þar sem unnið er með ákveðið þema sem er valið út frá áhugasviði barnanna. Einnig eru tónlistarstundir á öllum deildum.Leiðarljós í starfi Jötunheima:
Góð samvinna og jákvæðni
Fagleg vinnubrögð
Gleði og ánægja
Virðing og traust
Hreinskilni og tillitssemi
Umburðarlyndi og hjálpsemi
Velvilji og vinátta
Gott skipulag
Að allir fái notið sín

Símaskrá Jötunheima

Viðbragðsáætlun vegna innflúensu

Ársskýrsla 2008 – 2009  

Ársáætlun 2009 – 2010