Vinnuskóli Árborgar

Forsíða » Skólar » Vinnuskóli Árborgar
image_pdfimage_print

Vinnuskóli Árborgar 2019

ÁGÆTI STARFSMAÐUR, FORELDRAR OG FORRÁÐAMENN

Við í Vinnuskóla Árborgar bjóðum þig velkomin(n) til starfa sumarið 2019. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár. Unnið verður við ýmiskonar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni, hreinsun á grænum svæðum og gatnakerfi Árborgar. Þá geta unglingar fæddir árið 2004 einnig sótt um að taka þátt í Grænjaxlinum sem er fréttablað Vinnuskólans og önnur skapandi verkefni. Grænjaxlinn verður í boði annars vegar á tímabilinu 11. – 27. júní og svo aftur dagana 1. – 18. júlí.

Heimastöð Vinnuskólans á Selfossi verður sem fyrr í félagsmiðstöðinni Zelsíuz, Austurvegi 2A (Pakkhúsið).

Yfirmenn vinnuskólans sumarið 2019 eru Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, forvarnar- og tómstundafulltrúi og Magnús Sigurjón Guðmundsson, vinnuskólastjóri.

Símanúmer vinnuskólans:   480-1951 og 480-1952
Tölvupóstur vinnuskólans:  vinnuskolinn@arborg.is.

Markmið vinnuskólans

 • Gefa unglingum kost á vinnu, þjálfun og fræðslu í sumarleyfi sínu
 • Fegra og snyrta bæinn okkar
 • Kenna unglingum fagleg vinnubrögð og meðferð verkfæra
 • Unglingarnir læri virðingu, stundvísi og aga á vinnustað
 • Unglingar læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og bænum sínum
 • Viðhalda jákvæðri ímynd um vinnuskólann og gera hana enn jákvæðari

Vinnutími og laun sumarið 2019

Vinnutími er eftirfarandi:

 • 14 ára ´05 frá 11.06.19 til 18.07.19. – 3,5 tímar á dag 4 daga vikunnar = 77 klst.
 • 15 ára ´04 frá 11.06.19 til 18.07.19. – 6,5 tímar á dag 4 daga vikunnar = 143 klst.
 • 16 ára ´03 frá 11.06.19 til 18.07.19. – 6,5 tímar á dag 4 daga vikunnar og 3,5 tímar á föstudögum = 160,5 klst.

Laun eru eftirfarandi:

 • 14 ára ´05:  599 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 46.000 kr. yfir sumarið.
 • 15 ára ´04:  715 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 102.000 kr. yfir sumarið.
 • 16 ára ´03:  898 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 144.000 kr. yfir sumarið.

Laun eru greidd út tvisvar sinnum yfir tímanbilið. Í byrjun júlí og byrjun ágúst.

Starfsreglur:

 • Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður. Það gildir á leið í og úr vinnu, á vinnusvæði og í matar- og kaffitímum
 • Mæta ber stundvíslega til vinnu og stunda hana samviskusamlega
 • Fara vel með eignir Vinnuskólans og bera virðingu fyrir eignum annarra
 • Ef um veikindi er að ræða skal forráðamaður tilkynna þau fyrir kl. 9:00 á morgnanna á skrifstofu skólans í síma 480-1951 eða 480-1952
 • Notkun farsíma við vinnu er ekki heimil. Símar skulu vera stilltir á hljóðlaust og ekki notaðar sem samskiptatæki á vinnutíma Vinnuskólans. Engin ábyrgð er tekin á slíkum tækjum á vinnutíma.
 • Engin ábyrgð er tekin á persónulegum hlutum sem komið er með til vinnu og eru ekki nauðsynlegir til starfsins.
 • Beiðni um leyfi eða frívikur afgreiðir Vinnuskólastjóri/verkstjóri á skrifstofu skólans
 • Starfsfólk leggur sér sjálft til allan fatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verkefnum
 • Öllum er ráðlagt að merkja fatnað og vinnuvettlinga, skó og stígvél. Vinnuskólinn skaffar ekki vettlinga en við mælum með því að keypt séu tvö pör í byrjun sumars sem duga á yfir sumarið
 • Allir tilburðir til eineltis verða tilkynntir til skrifstofu Vinnuskólans um leið og þeir gerast. Við þá tilkynningu fer af stað verkferill vegna eineltismála.

Brot á starfsreglum Vinnuskólans getur þýtt brottvísun, að undangenginni áminningu.

Brjóti nemandi vísvitandi reglur vinnuskólans getur flokkstjóri áminnt nemandann og verkstjóri vísað nemanda úr vinnu tímabundið, en endanleg brottvikning er í höndum Vinnuskólastjóra í samráði við verkstjóra og flokkstjóra.

 1. Brot tiltal, áminning. 2. Brot rekin(n) í einn dag. 3. Brot rekin(n) út sumarið.

Ef um alvarlegri brot er að ræða getur nemanda verið vísað úr Vinnuskólanum á staðnum. Haft er samband við foreldra ef nemanda er vísað úr vinnu tímabundið eða endanlega.

Ef eineltismál koma upp í vinnuskólanum verður farið eftir ákveðnum verkferlum sem að vinnuskólinn hefur útbúið sér. Slík mál  eru ávallt unnin í samráði við foreldra viðkomandi.