Vinnuskóli Árborgar

Forsíða » Skólar » Vinnuskóli Árborgar
image_pdfimage_print

Vinnuskóli Árborgar 2017

Hópaskipting Vinnuskóla 2017
Svæðaskiptin Vinnuskóla á Selfossi 2017

ÁGÆTI STARFSMAÐUR, FORELDRAR OG FORRÁÐAMENN Við í Vinnuskóla Árborgar bjóðum þig velkomin(n) til starfa í sumarið 2017. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár, það að segja unnið verður við ýmiskonar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni, hreinsun á grænum svæðum og gatnakerfi Árborgar. 15 ára unglingar geta einnig sótt um að taka þátt í grænjaxlinum sem er fréttablað vinnuskólans sem og götuleikhúsinu sem eins og nafnið ber til kynna setur upp fjölbreytta viðburði vítt og breitt um sveitarfélagið. Ath. Grænjaxl og götuleikhús er ekki lengur í boði fyrir 14 ára unglinga. Götuleikhús fer fram 12. – 29. júní. Grænjaxl er í boði á tímabilinu 3. – 20. júlí.  

Heimastöð vinnuskólans á Selfossi er í félagsmiðstöðinni Zelsíuz, Austurvegi 2A (Pakkhúsið) en þar hefur vinnuskólinn skrifstofu- og kaffiaðstöðu fyrir vinnuskólastjóra, verkstjóra, flokksstjóra og móttökuritara.

Yfirmenn vinnuskólans sumarið 2017 eru Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, forvarnar- og tómstundafulltrúi og Jónína Ósk Ingólfsdóttir, vinnuskólastjóri.

Símanúmer vinnuskólans:   480-1951 og 480-1952 Tölvupóstur vinnuskólans:  vinnuskolinn@arborg.is.

Hann hefur aðsetur í félagsmiðstöðinni Zelsiuz, Austurvegi 2A á Selfossi, við Háeyrarveg á Eyrarbakka og í áhaldahúsinu, Eyrarbraut 41 á Stokkseyri.

Markmið vinnuskólans

 • Fegra og snyrta bæinn okkar.
 • Gefa unglingum kost á vinnu, þjálfun og fræðslu í sumarleyfi sínu.
 • Kenna unglingum fagleg vinnubrögð og meðferð verkfæra.
 • Unglingarnir læri virðingu, stundvísi og aga á vinnustað.
 • Unglingar læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og bænum sínum.
 • Viðhalda jákvæðri ímynd um vinnuskólann og gera hana enn jákvæðari.

Vinnutími og laun sumarið 2017

Vinnutími er eftirfarandi:

 • 14 ára ´03 frá 12.06.16 til 20.07.16. – 3,5 tímar á dag 4 daga vikunnar = 84 klst.
 • 15 ára ´02 frá 12.06.16 til 20.07.16. – 6,5 tímar á dag 4 daga vikunnar = 156 klst.
 • 16 ára ´01 frá 12.06.16 til 20.07.16. – 6,5 tímar á dag 4 daga vikunnar og 3,5 tímar á föstudögum = 173,5 klst.

Laun eru eftirfarandi:

 • 14 ára ´03:  567 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 47.000 kr. yfir sumarið.
 • 15 ára ´02:  677 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 105.000 kr. yfir sumarið.
 • 16 ára ´01:  850 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 147.000 kr. yfir sumarið.

Laun eru greidd út tvisvar sinnum yfir tímanbilið. Í byrjun júlí og byrjun ágúst.

 

Starfsreglur:

 • Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður. Það gildir á leið í og úr vinnu, á vinnusvæði og í matar- og kaffitímum.
 • Mæta ber stundvíslega til vinnu og stunda hana samviskusamlega.
 • Fara vel með eignir vinnuskólans og bera virðingu fyrir eignum annarra.
 • Ef um veikindi er að ræða skal forráðamaður tilkynna þau fyrir kl. 9:00 á morgnanna á skrifstofu skólans í síma 480-1951 eða 480-1952.
 • Notkun farsíma við vinnu er ekki heimil.
 • Beiðni um leyfi eða frívikur afgreiðir vinnuskólastjóri/verkstjóri á skrifstofu vinnuskólans.
 • Greidd eru laun fyrir fræðsludaga ef viðkomandi tekur þátt í allri dagskránni.
 • Starfsfólk leggur sér sjálft til allan fatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verkefnum
 • Öllum er ráðlagt að merkja fatnað og vinnuvettlinga, skó og stígvél. Vinnuskólinn skaffar ekki vettlinga en við mælum með því að keypt séu tvö pör í byrjun sumars sem duga á yfir sumarið.
 • Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reiðhjólum eða öðrum hlutum sem þeir hugsanlega taka með sér á vinnustað.
 • Einelti og ofbeldi er litið alvarlegum augum í vinnuskólanum.

Brot á starfsreglum Vinnuskólans getur þýtt brottvísun, að undangenginni áminningu.

Brjóti nemandi vísvitandi reglur vinnuskólans getur flokkstjóri áminnt nemandann og verkstjóri vísað nemanda úr vinnu tímabundið, en endanleg brottvikning er í höndum vinnuskólastjóra í samráði við verkstjóra og flokkstjóra.

 1. Brot tiltal, áminning. 2. Brot rekin(n) í einn dag. 3. Brot rekin(n) út sumarið.

Ef um alvarlegri brot er að ræða getur nemanda verið vísað úr vinnuskólanum á staðnum. Haft er samband við foreldra ef nemanda er vísað úr vinnu tímabundið eða endanlega.

Ef eineltismál koma upp í vinnuskólanum verður farið eftir ákveðnum verkferlum sem að vinnuskólinn hefur útbúið sér. Slík mál  eru ávallt unnin í samráði við foreldra viðkomandi.