11.1.2019 | Staða aðstoðarforstöðumanns frístundaheimilis Sunnulækjarskóla er laus til umsóknar

Forsíða » Auglýsingar » Staða aðstoðarforstöðumanns frístundaheimilis Sunnulækjarskóla er laus til umsóknar
image_pdfimage_print

Frístundaheimilið Hólar er starfrækt frá kl. 13:00 til 16:30 alla virka daga. Starf aðstoðarforstöðumanns er 75% staða.

Á frístundaheimilinu eru um 175 börn.  Verkefni aðstoðarforstöðumanns felast í aðstoð við forstöðumann um skipulag og framkvæmd starfsins ásamt því að starfa með öðrum starfmönnum frístundarheimilisins. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2019.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is.

Skólastjóri