24.7.2019 | Stefnumót við Múlatorg

Forsíða » Fréttir » Stefnumót við Múlatorg

image_pdfimage_print

Sumarhúsið og garðurinn bíður til hátíðar laugardaginn 27. júlí frá 11-17 að Fossheiði 1 á Selfossi. Sumarhúsið og garðurinn hefur staðið fyrir menningar- og markaðshátíð frá árinu 2014. Þar verður lifandi tónlist á pallinum og markaður með plöntum, handverki og listmunum í garðinum og nágrenni hans sem ætíð hefur verið líflegur og gestir skemmt sér vel og gert góð kaup.

Dagskrá:
Hljómsveitin Skorsteinn leikur evrópska þjóðlagatónlist.

Fróðleikur um pottaplöntur.

Pottaplöntuskiptidagur, komdu og bíttaðu við næsta mann.

Auður I Ottesen ritstjóri Sumarhússins og garðsins leiðir gesti um garðinn kl. 14 og 16.
“Rósin” veitt í fyrsta sinn, Hvatningarverðlaun Sumarhússins og garðsins.

Ljósmyndasýning Páls Jökuls: Blómin í Fossheiðargarðinum og landslagsmyndir.

Skordýrasýning og fræðsla um lífrænar varnir.

Markaður með lifandi plöntum og garðáhöldum.

Lista- og handverksmarkaður.

Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/465215214315658/