Eggert Valur Guðmundsson

Forsíða » Stjórnsýsla » Bæjarfulltrúar » Eggert Valur Guðmundsson
image_pdfimage_print
Eggert Valur Guðmundsson  er 1.maður á lista Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Árborgar.eggert_valur_gudumundsson
Eggert er fæddur í Reykjavík 1963, flutti til Hellu 12 ára gamall og bjó þar til 2004 er hann flutti í Árborg.
Eggert er giftur Eygló Har og eiga þau tvö börn og fimm barnabörn.
Eggert hóf störf hjá Lands­virkjun á Þjórsársvæði vorið 1980 og vann þar í rúm 25 ár. Frá haustinu 2005 hefur hann stundað sjálfstæðan atvinnurekstur á Sel­fossi.
Eggert sat í sveitarstjórn Rangárvallarhrepps kjörtímabilið 1998-2002 og í sveitarstjórn Rangárþings ytra frá 2002- 2004 eða þar til hann flutti í Árborg.Eggert sat í stjórn Hitaveitu Rangæinga frá 1998 auk ótal vinnunefnda á vegum sveitarfélagssins.
 
Eggert Valur er  formaður bæjarráðs, formaður í félagsmálanefnd og fulltrúi í kjaranefnd.
Eggert Valur er  varamaður í framkvæmda- og veitustjórn.
 
Aðalmaður í (á) ; aðalfundi SASS, samstarfsnefnd með starfsmannafélögum, aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands, aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, fulltrúaráði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga,  aðalfundi Bergrisans bs., aðalfundi Sandvíkurseturs ehf.
 
Varamaður í (á) ; Aðalfundi Leigubústaða Árborgar ehf. aðalfundi Leigubústaða Árborgar ses.