Gunnar Egilsson

Gunnar Egilsson er 1.maður á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar.
Gunnar er fæddur á Selfossi 10. nóvember 1957. Kvæntur Sæunni Lúðvíksdóttur, matráði við Sogsvirkjun og eiga þau fjögur börn, Margréti Ósk, Unndísi Ósk, Ægi Óskar og Hafberg Óskar.
Gunnar útskrifaðist úr Stýrimannaskóla Vestmannaeyja með skipstjórnarmenntun árið 1978 og starfaði sem slíkur í tæp 18 ár.
Hann hefur verið eigandi og framkvæmdastjóri Icecool ehf. á Selfossi.

Gunnar er fulltrúi í  bæjarráði Árborgar og aðalmaður í félagsmáladeild.
Varamaður í kjaranefnd.

Aðalmaður í (á) ; aðalfundi SASS, samstarfsnefnd með starfsmannafélögum, aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga,  landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga, samstarfsnefnd með starfsmannafélögum,  aðalfundi Bergrisans bs.

Netfang: gunni@arborg.is 
www.icecool.is