Helgi S. Haraldsson

Forsíða » Stjórnsýsla » Bæjarfulltrúar » Helgi S. Haraldsson
image_pdfimage_print

Helgi Sigurður Haraldsson er 1. maður á lista Framsóknar og óháðra í bæjarstjórn Árborgar.
Helgi er fæddur á Selfossi 9.júlí 1967.
Helgi er kvæntur Sigríði Önnu Guðjónsdóttur kennara við Vallaskóla á Selfossi og eiga þau tvö börn, Jóhönnu Bríeti og Hjalta Snæ og tvö barnabörn Helga Fannar og Hákon Orra .
Helgi útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1987.
Hann gerðist síðan verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga að Laugarvatni.  Hann hefur síðan unnið hjá Hagkaupum og Kaupás, sem verslunarstjóri og innkaupastjóri. Hann er í dag svæðisstjóri Eimskips/Flytjanda á Suðurlandi.
Helgi hefur starfað mikið að íþróttamálum og var m.a. formaður Frjálsíþróttasambands Íslands í þrjú ár og er núna formaður frjálsíþróttadeildar UMF. Selfoss og hefur verið það í 21 ár.  Hann situr einnig í aðalstjórn Ungmennafélags Selfoss og er í miðstjórn Framsóknarflokksins.
Helgi var varabæjarfulltrúi kjörtímabilið 2006-2010 og aðalbæjarfulltrúi 2010-2014 og 2014-2018.

Helgi S. Haraldsson er forseti bæjarstjórnar Árborgar.
Helgi er varamaður í kjaranefnd.

Aðalmaður í (á) ; aðalfundi SASS, aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands, aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga, aðalfundi Eignarhaldsfélags Suðurlands, aðalfundi Leigubústaða Árborgar ehf., aðalfundi Leigubúastaða Árborgar ses., aðalfundi Bergrisans bs.
Varamaður á landsþingi Sambandi ísl. Sveitarfélaga, samstarfsnefnd með starfsmannafélögum, aðalfundi Sandvíkurseturs ehf.

Netfang: helgihar@simnet.is

               hlh@eimskip.is