Kjartan Björnsson

Forsíða » Stjórnsýsla » Bæjarfulltrúar » Kjartan Björnsson
image_pdfimage_print

kjartan-minni-1Kjartan Björnsson 3. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar.
Kjartan er fæddur á Selfossi 4. september 1965 sonur hjónanna Hólmfríðar Kjartansdóttur, þjónustufulltrúa og Björns Inga Gíslasonar, hárskerameistara á Selfossi. Kjartan á þrjá bræður þá Gísla, Einar og Björn Daða.
Kjartan er menntaður rakari og á og rekur Rakarastofu Björns og Kjartans ásamt föður sínum og yngsta bróður á Selfossi.

Kjartan var stofnandi og formaður Arsenalklúbbsins á Íslandi frá 1982-2002. Hann starfar með karlakór Selfoss og knattspyrnudeild UMF Selfoss.

Sambýliskona Kjartans er Ingunn Helgadóttir, Kjartan á fimm börn.

Kjartan er aðalmaður í íþrótta- og menningarnefnd.
Varamaður í bæjarráði.
Aðalmaður í (á); aðalfundi SASS, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga, aðalfundi Bergrisans bs.
Varamaður í (á); Landsþingi Sambands ísl. Sveitarfélaga, samstarfsnefnd með starfsmannafélögum.

Netfang: kjartan.bjornsson@arborg.is