Sigurjón Vídalín Guðmundsson

Forsíða » Stjórnsýsla » Bæjarfulltrúar » Sigurjón Vídalín Guðmundsson
image_pdfimage_print

Sigurjón Vídalín Guðmundsson er 1. maður á lista Áfram Árborg í bæjarstjórn Árborgar.

Sigurjón er fæddur 22. september 1974 á Eyrarbakka .
Sigurjón er í sambúð með Helenu Sif Zóphoníasdóttir og eiga þau saman tvær dætur. Sigurjón á  dóttir úr fyrra sambandi sem einnig býr hjá þeim.
Sigurjón tók stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1994, lauk fangavarðarskólanum 2001 og B.Sc í jarðfræði frá Háskóla Íslands 2005.
Sigurjón leggur stund á MBA nám við Háskóla Íslands og er áætlar að því ljúki með útskrift vorið 2019.
Hann hefur starfað hjá eigin fyrirtæki síðan 2007 og undanfarin 5 ár hefur hann unnið við gerð Vaðlaheiðarganga.
Sigurjón Vídalín er aðalmaður í  bæjarráði, formaður í skipulags- og byggingardeild, aðalmaður í kjaranefnd.
Sigurjón Vídalín er  varamaður í framkvæmda- og veitustjórn.

Aðalmaður í (á) ; aðalfundi SASS, aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga, aðalfundi Bergrisans bs., aðalfundi Verktækni ehf.
Varamaður í (á) ; Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, Landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga, aðalfundi Borgarþróunar,  aðalfundi Fasteignafélags Árborgar ehf.

Netfang: sigurjon@geotaekni.is