Tómas Ellert Tómasson

Forsíða » Stjórnsýsla » Bæjarfulltrúar » Tómas Ellert Tómasson
image_pdfimage_print

Tómas Ellert Tómasson er 1.maður á lista Miðflokksins í bæjarstjórn Árborgar.
Tómas Ellert er fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1970.
Tómas Ellert er í sambúð með Dýrleifu Júlíu Guðlaugsdóttur líftæknifræðingi.
Tómas Ellert lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1991 og útskrifaðist sem byggingatæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands (HR)  árið 2000 og sem byggingarverkfræðingur frá University of Washington í Seattle 2002 á burðarþolssviði. Tómas Ellert hefur sinnt ráðgjafa- og hönnunarstörfum um árabil og er nú verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg.

Tómas Ellert er  2. varaforseti í bæjarstjórn og formaður eigna- og veitunefndar. 

Aðalmaður í (á) ; aðalfundi SASS, aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga, Landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga, aðalfundi Bergrisans bs., aðalfundi Fasteignafélags Árborgar ehf, aðalfundi Fasteignafélags Árborgar slf. 

Varamaður í (á) ; í Almannavarnanefnd Árnessýslu, Eignarhaldsfélags Suðurlands.

Netfang: tomas.ellert@arborg.is