GJALDSKRÁ skipulags- og byggingarmála í Sveitarfélaginu Árborg

Forsíða » Stjórnsýsla » Samþykktir, reglur og gjaldskrár » Gjaldskrár » GJALDSKRÁ skipulags- og byggingarmála í Sveitarfélaginu Árborg
image_pdfimage_print

Nr. 395                                                                                   26. apríl 2017

GJALDSKRÁ
skipulags- og byggingarmála í Sveitarfélaginu Árborg.

1. gr. Gjaldskylda.
Fyrir útgáfu leyfa, úttektir, vottorð, skjalagerð, yfirlestur gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Sveitarfélagið Árborg veitir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar í umboði bæjarstjórnar gjöld skv. gjaldskrá þessari.

2. gr.
Ráðstöfun gjalda.

Innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til greiðslu hluta kostnaðar sveitarfélagsins við þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa við lóðarhafa og byggingaraðila.

3. gr.
Byggingarleyfisgjald.
Greiða skal byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi hefur veitt. Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, yfirferð séruppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri, útmæling og hæðarsetning fyrir uppslætti og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð, vottorð um lokaúttekt og skráning húss hjá Þjóðskrá Íslands. Fjárhæð byggingarleyfisgjalds fer skv. eftirfarandi töflu:

a)

Íbúðarhúsnæði:   kr.
i. Einbýlishús pr. hús 195.000
ii. Parhús, tvíbýlishús, raðhús á einni hæð pr. íbúð 162.231
iii. Raðhús á fleiri en einni hæð, fjölbýlishús önnur en í iv-lið pr. íbúð 162.231
iv. Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum o.fl. pr. íbúð 97.339

b)

Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir: kr.
Gjald pr. m² húsnæðis 406

c)

Önnur hús og viðbyggingar við önnur hús en skv. b): kr.
Sólstofur, garðhús, heimilisgróðurhús, bílgeymslur fyrir mest 2 bíla, gripahús og viðbyggingar allt að 40 m². Tilkynningarskyldar framkvæmdir 73.004
Viðbyggingar 41-100 m² 97.339
Ef viðbygging er stærri en 100 m² skal greiða sömu gjöld og af því húsnæði sem byggt er við.

d)

Önnur úttektarskyld mannvirki:   kr.
Opin skýli, stöplar og undirstöður 97.339

Ef um er að ræða húsnæði með blandaðri notkun skal byggingarleyfisgjald lagt á eftir a) og b) lið þessarar greinar.
Gjöld skv. a) – d) lið hækka í samræmi við hækkun byggingarvísitölu, með grunn frá 1987, eins og hún er skráð hjá Hagstofu Íslands hverju sinni. Grunnvísitala er vísitala febrúarmánaðar 2015, 618,1 stig.

4. gr.
Þjónustu- og leyfisgjöld.
Greiða skal eftirtalin þjónustu- og leyfisgjöld fyrir þjónustu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi:

a)

  kr.
Yfirferð aðal- og séruppdrátta sem ekki er innifalin í öðru gjaldi 16.223
Úttekt sem ekki er innifalin í öðru gjaldi 23.523
Öryggisúttekt 23.523
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga 9.734
Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt 23.523
Vottorð vegna rekstrarleyfa, án úttektar 9.734
Vottorð vegna rekstrarleyfa, með úttekt 23.523
Eignaskiptayfirlýsingar, yfirferð, pr. klukkustund 11.700
Húsaleiguúttektir, íbúðarhúsnæði 17.034
Húsaleiguúttektir, annað húsnæði 23.523
Útkall byggingarfulltrúa að óþörfu 9.734
Stöðuleyfi, fyrir gáma og smáhýsi 14.867
Stöðuleyfi, með úttektum 44.867
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr. mælingu 23.523
Leyfi fyrir skipti á utanhússklæðningu á einbýlis-, par- og raðhúsum 23.523
Leyfi fyrir skipti á utanhússklæðningu á fjölbýlishúsum 97.339
Leyfi fyrir skipti á utanhússklæðningu, annað húsnæði *) Stöðuúttekt, sem ekki er innifalin í öðru gjaldi 17.034
Stofnun lóða í Landskrá fasteigna skv. 48. gr. skipulagslaga (skipting landa og lóða) 12.716
Stofnun lóða í Landskrá fasteigna á grundvelli deiliskipulags:  
Grunngjald 6.041
Landnúmer umfram eitt 3.141
Breyting á skráningu í Landskrá fasteigna 5.298

*) Vegna leyfis fyrir skipti á utanhússklæðningu á öðru húsnæði en íbúðarhúsnæði greiðist afgreiðslugjald og gjald fyrir hverja úttekt.
b)

Ljósritun A2 pr. eintak 200
Ljósritun A3 pr. eintak 100
Ljósritun A4 pr. eintak 50

Gjöld skv. a) lið hækka í samræmi við hækkun byggingarvísitölu, með grunn frá 1987, eins og hún er skráð hjá Hagstofunni hverju sinni. Grunnvísitala er vísitala febrúarmánaðar 2015, 618,1 stig.

5. gr.
Gjald fyrir skipulagsvinnu.
Vegna grenndarkynninga skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum sbr. 2. mgr. 20. gr. sömu laga, skal innheimta gjöld sem hér segir:

  kr.
a) Fyrir grenndarkynningu leyfisumsóknar 22.045
b) Fyrir afhendingu grunnlandupplýsinga fyrir skipulagsvinnu 9.734
c) Vegna breytingar á aðalskipulagi, umsýslu- og auglýsingakostnaður 140.000
d) Vegna deiliskipulags:  
i. umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna nýs deiliskipulags 140.000
ii. umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna breytinga skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 70.000
iii. umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna breytinga skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 35.000
iv. kostnaður við að svara athugasemdum vegna skipulagsvinnu skv. liðum a) til d) skv. reikningi
e) Vegna framkvæmdaleyfa:  
i. Leyfisgjald vegna framkvæmdaleyfis skv. 14. gr. 130.000
ii. Leyfisgjald vegna annarra framkvæmdaleyfa 95.000
iii. Eftirlit umfram eina ferð sem er innifalin í framkvæmdaleyfi, pr. ferð 23.523

6. gr.
Innheimta – lögveð.
Skipulags- og byggingarfulltrúi annast innheimtu byggingarleyfis- og þjónustugjalda samkvæmt gjaldskrá þessari.
Gjöldum skv. gjaldskránni fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð og má innheimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi.
Komi til vanskila á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari skal byggingarfulltrúi synja um útgáfu vottorðs fyrir viðkomandi mannvirki.

7. gr.
Gjalddagi.
Gjalddagi byggingarleyfisgjalds skv. 3. gr. er við útgáfu byggingarleyfis, sem tekur ekki gildi fyrr en byggingarleyfisgjald hefur verið greitt.
Frestur er ekki veittur á greiðslu byggingarleyfisgjalds þó svo að byggingarleyfishafi fresti byggingarframkvæmdum.
Gjalddagi þjónustugjalda er við útgáfu reiknings fyrir veitta þjónustu.
Gjalddagi framkvæmdaleyfisgjalds er við útgáfu leyfis, sem tekur ekki gildi fyrr en framkvæmdaleyfisgjald hefur verið greitt.
Gjalddagi gjalda skv. 4. gr. er sem hér segir:
Skv. lið a):              Áður en grenndarkynning fer fram.
Skv. lið b):              Við afhendingu gagna.
Skv. lið c) og d):     Við samþykkt tillögu til auglýsingar eða grenndarkynningar.
Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.

8. gr. Endurgreiðsla.
Falli byggingarleyfishafi frá notkun byggingarleyfis eða það fellur úr gildi er heimilt að endurgreiða 50% gjaldsins.

9. gr. Gildistaka.
Gjaldskrá þessi sem öðlast þegar gildi er samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar með heimild í 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda í Sveitarfélaginu Árborg nr. 468/2015.

Samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar, 26. apríl 2017.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

B-deild – Útgáfud.: 12. maí 2017