Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Árborg

Forsíða » Stjórnsýsla » Samþykktir, reglur og gjaldskrár » Gjaldskrár » Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Árborg
image_pdfimage_print

1. gr.
Ferðir sem falla undir 1.- 4. tölulið 9. gr. og 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglna um ferðaþjónustu fatlaðra, eru  gjaldfrjálsar. 

2.gr.
Gjald fyrir hverja ferð, samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglna um ferðaþjónustu fatlaðra, er 160 krónur.  Aðstoðarmenn þeirra, sem ekki geta ferðast án aðstoðar, greiða ekki fyrir akstur. 

3.gr.
Gjald fyrir ferðir út fyrir mörk Sveitarfélagsins Árborgar, sbr. undanþáguákvæði 2. mgr. 6. gr. reglna um ferðaþjónustu fatlaðra, er tekjutengt. Notendur, 18 ára og eldri, sem hafa lægri tekjur en sem nemur grunnfjárhæð einstaklings, samkvæmt gildandi reglum Félagsþjónustu Árborgar um fjárhagsaðstoð, greiði sem svarar 25% af ferðakostnaði.  Notendur með hærri tekjur en áðurnefnda grunnfjárhæð greiði 50% af ferðakostnaði.  Við gjaldtöku notenda, yngri en 18 ára, gildir sama regla og skal taka mið af tekjum forsjárforeldra.

4.gr.
Innheimta notendagjalda er í höndum starfsmanna sveitarfélagsins og skal gjaldið innheimt ársfjórðungslega samkvæmt uppgjöri frá verktaka. 

Gjaldskrá þessi skal endurskoðuð árlega og lögð fyrir félagsmálanefnd til staðfestingar.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum, þann 12. desember 2018, nýja gjaldskrá sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2019.  Á sama tíma fellur fyrri gjaldskrá úr gildi frá 1. jan. 2018.