Gjaldskrá fyrir, fráveitugjald í Sveitarfélaginu Árborg

Forsíða » Stjórnsýsla » Samþykktir, reglur og gjaldskrár » Gjaldskrár » Gjaldskrá fyrir, fráveitugjald í Sveitarfélaginu Árborg
image_pdfimage_print

Nr. 199/2008
GJALDSKRÁ fráveitugjalda í Sveitarfélaginu Árborg.

1. gr. 
Gjaldskylda. 

Sveitarfélagið Árborg innheimtir stofngjald fráveitu, fráveitugjald og gjald fyrir hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu skv. gjaldskrá þessari og II. kafla samþykktar um fráveitur í Sveitarfélaginu Árborg nr. 126/2004.

2. gr. 
Stofngjald fráveitu.

Stofngjald vegna tengingar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseigenda við fráveitukerfi sveitarfélagsins skal vera sem hér segir:

Heimtaug ≤ 150 mm

kr. 177.000

Heimtaug 151 – 200 mm

kr. 190.000

Heimtaug 201 til 250 mm

kr. 200.000

Gjöld vegna heimtauga > 250 mm eru reiknuð út hjá framkvæmda- og veitusviði Árborg­ar.

Semja þarf sérstaklega um stofngjald fráveitu á stöðum fjarri stofnlögnum holræsa, þ.e. yfir 20 metra.

Stofngjald fráveitu fylgir byggingarvísitölu. Grunnvísitala er byggingarvísitala desember­mánaðar 2007, 377,7 stig.

3. gr. 
Fráveitugjald.

Af þeim fasteignum í Sveitarfélaginu Árborg sem liggja við vegi, götur eða opin svæði og tengjast fráveitulögnum sveitarfélagsins skal árlega greiða fráveitugjald og skal því varið til að standa straum af kostnaði við fráveitu sveitarfélagsins.

Álagningarstofn gjaldsins skal vera fasteignamat viðkomandi fasteigna. Fjárhæð gjaldsins skal nema 0,2512% af fasteignamati viðkomandi fasteignar. (breyting 1.1.2019)

Sé ekkert mannvirki á lóð tengt fráveitulögnum sveitarfélagsins greiðist ekki fráveitu­gjald.

4. gr. 
Rotþróargjald. 

Fyrir hreinsun og tæmingu rotþróar skal húseigandi greiða eftirfarandi rotþróargjald fyrir hverja losun fyrir sig:

Stærð í lítrum

Rotþróargjald í kr.

Rotþró

< 4.000

48.090,-

Rotþró

4.001-6.000

63.635,-

Rotþró

>6.001

11.890,- kr
pr. umfram rúmmetra.

 

Verð miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að standa fjær rotþró en 10 metra.
Fyrir hverja 10 metra umfram það skal greiða kr. 3.390,-
(breyting 1.1.2019)

 

 

 

 

5. gr.
Gjalddagar.

a)

Stofngjald fráveitu: Gjalddagi stofngjalds fráveitu miðast við útgáfu byggingarleyfis. Gjaldið skal greitt eða um það samið innan 20 daga frá gjalddaga. Heimilt er að semja um greiðslu stofngjalds fráveitu til allt að 18 mánaða frá gjalddaga.

 

Allar greiðslur skulu bera almenna bankavexti.

b)

Fráveitugjald: Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og bæjastjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

c)

Rotþróargjald: Gjalddagi rotþróargjalds er við útgáfu reiknings.

6. gr.
Innheimta.

Gera má fjárnám fyrir gjöldum skv. gjaldskrá þessari.

Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari bera dráttarvexti skv. ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá gjalddaga.

Stofngjald fráveitu og fráveitugjald, ásamt áföllnum kostnaði, eru tryggð með lög­veðs­rétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfarar­veði í tvö ár frá gjalddaga.

7. gr.
Gildistaka.

Gjaldskrá þessi, sem öðlast þegar gildi, er samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar með heimild í X. kafla vatnalaga nr. 15/1923, 11. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og samþykkt um fráveitur í Sveitarfélaginu Árborg nr. 126/2004.

Jafnframt falla úr gildi þau ákvæði gjaldskrár fyrir gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, stofngjald vatnsveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Árborg nr. 1185/2006 sem fjalla um stofngjald holræsa og gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Árborg frá 3. janúar 2005.

Samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar, 13. desember 2017.

Ásta Stefánsdóttir
framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar

B-deild – Útgáfud.: 8. janúar 2017