Frítt í strætó fyrir grunnskólabörn í Árborg

Forsíða » Stjórnsýsla » Samþykktir, reglur og gjaldskrár » Reglur » Frítt í strætó fyrir grunnskólabörn í Árborg
image_pdfimage_print

Bæjarráð Árborgar samþykkti hinn 10. maí 2013 að grunnskólabörn í Árborg fengju frítt í strætó hvað varðar ferðir innan Sveitarfélagsins Árborgar.

Forráðamenn grunnskólabarna í Árborg sem óska eftir að fá strætókort fyrir börn sín sem gildir vegna ferða innan Árborgar hringja í síma 480 1900 eða senda tölvupóst á þjónustuver Árborgar, radhus@arborg.is og fá strætókort sent heim með gildistíma út skólaárið.