Reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi

Forsíða » Stjórnsýsla » Samþykktir, reglur og gjaldskrár » Reglur » Reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi
image_pdfimage_print

Selfossi, janúar 2018

Reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi til elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Árborg

1. gr.
Fasteignaskattur og fráveitugjald af íbúðarhúnæði í eigu tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Árborg, sem þeir nýta sjálfir, skal lækkaður eða felldur niður samkvæmt heimild í 4.mgr. 5.gr. laga nr.4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

2. gr.
Við ákvörðun lækkunar eða niðurfellingar fasteignaskattsins skulu notaðar eftirfarandi viðmiðunarreglur:
[2]

      Tekjur
einstaklinga
   Lækkun Tekjur hjóna                    Lækkun
           
Allt að 4.008.531 100%  Allt að 5.310.003 100%
Allt að 4.486.114 75%  Allt að 6.045.614 75%
Allt að 4.961.431 50%  Allt að 6.778.973 50%
Allt að 5.425.439 25%  Allt að 7.514.577 25%
           

[2. mgr. 2. gr.   Viðmiðunartekjur eru heildartekjur umsækjanda, þ.e. tekjur sem mynda álagningarstofn tekjuskatts-, útsvars og fjármagnstekjuskatts, eins og þessar tekjur voru skv. álagningu skattstjóra ári á undan álagningarári.
Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðað er við hverju sinni.
Samþykkt í bæjarráði desember 2013 ]

3. gr.
Við fráfall maka/sambýlismanns tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega er eftirlifandi maka með tekjur allt að 2.796.116 krónur á ári heimilt að sækja um sérstakan afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi af húsnæði sem hann býr í. Tekjuviðmið eru þau sömu og í 2. gr.

Lækkun samkvæmt 3. gr. getur ekki orðið meiri en helmingur fasteignaskatts og fráveitugjalds eins og þau gjöld eru ákveðin eftir lækkun samkvæmt reglum 2. gr. um tekjuviðmið.

4. gr.
[Aðilar sem falla undir tekjuviðmið skv. 2.gr. fá rétt til lækkunar fasteignaskatts frá og með þeim tíma er þeir hefja töku elli – eða örorkulífeyris.]¹

5. gr.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

Reglur þessar voru samþykktar í bæjarstjórn Árborgar 18.05.2006.

¹ Breytingar samþykktar í bæjarráði Árborgar 29.12.2006 og í bæjarstjórn Árborgar 10. janúar 2007.

2 Uppreiknaðar fjárhæðir skv. breytingum á vísitölu janúar 2015.