Reglur um breytingar á dvalartíma í leikskólum og skólavist

Forsíða » Stjórnsýsla » Samþykktir, reglur og gjaldskrár » Reglur » Reglur um breytingar á dvalartíma í leikskólum og skólavist
image_pdfimage_print

Reglur um breytingar á dvalartíma í leikskólum og skólavist Árborgar

 

Óski foreldrar/forráðamenn eftir að breyta dvalartíma og/eða kaupum á mat og/eða hressingu verða þeir að tilkynna það viðkomandi leikskólastjóra/forstöðumanni skólavistunar eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Breyting á gjaldtöku tekur þá gildi næstu mánaðarmót á eftir.

Tímabundin undanþága:

Foreldrar sem eiga börn á leikskólum og skólavist Árborgar og eru atvinnulausir geta óskað eftir undanþágu ef breyting verður á atvinnuþátttöku þeirra.
Umsóknum skal beint til Þorsteins Hjartarsonar, fræðslustjóra, á netfangið thorsteinnhj@arborg.is  eða bréflega í Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi..

Samþykkt í bæjarráði Árborgar 8. janúar og 12. mars 2009.