Reglur um framkvæmd og frágang hesthúsa

Reglugerð um framkvæmd og frágang mannvirkja
og annað er varðar hesthúsabyggðina við þéttbýlisstaðina
í sveitarfélaginu Árborg.

1. Byggt skal eftir teikningum er byggingarnefnd hefur samþykkt. Skal teikningin sýna m.a. útlit, innréttingar, tilgreina fjölda hesta, svo og taðþró.

2. Varðandi frágang utanhúss, svo sem litaval, skulu húseigendur bera tillögur um liti húsa undir byggingarfulltrúa til samþykktar.

3. Snyrtileg umgengni er áskilin og er leigusala heimilt að láta fjarlægja allt rusl, og annað sem til óþrifnaðar er, á kostnað leigutaka.

4. Gatnagerð, bæði að og á svæðinu, skal vera í höndum bæjarins.

5. Bæjarsjóður legggur vatn og rafmagn í götur svo og setur götulýsingu og annast snjómokstur.

6. Leigutaka er skylt að halda húsum sínum við á fullnægjandi hátt.

7. Leigutaka er stranglega bannað að ráðstafa húsum sínum á annan hátt en gert er ráð fyrir á teikningu.

8. Leigutaka er skylt að girða kring um húsin, sbr. lóðarblöð. Á girðingunni skal vera bæði gönguhlið og innkeyrsluhlið. Hæð girðingarn skal vera lágmark 1,50 m. og skal hún gerð úr 11/2″ rörum eða öðru sambærilegu efni.

9. Leigutökum er skylt að byggja taðþró við hvert hús. Skal hún nægja sem taðgeymsla fyrir hesta í viðkomandi húsi. Leigutaki skal tæma þróna og þrífa lóðina eigi síðar en 15. júní ár hvert.

10. Gert er ráð fyrir að leigutaki greiði heimtaugargjöld og gatnagerðargjöld samkv. gildandi reglugerðum.

11. Önnur mannvirki á svæði hesthúsa svo sem gerði, skeiðvöllur með tilheyrandi byggingum, skulu gerð í samræmi við heildarskipulag viðkomandi svæðis.

Reglugerð þessi var samþykkt í byggingarnefnd Selfoss þann 19. apríl 1989 og staðfestar í bæjarstjórn þann 24. maí 1989.
Gilda í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 7. júní 1998.