Reglur um land til beitar- og ræktunar

Forsíða » Stjórnsýsla » Samþykktir, reglur og gjaldskrár » Reglur » Reglur um land til beitar- og ræktunar
image_pdfimage_print

Selfossi,  28. janúar 2015                                                             Sjá umsókn neðst á síðunni.
1501435 

Við úthlutun og leigu á beitarlandi og ræktunarlandi (túnum) í eigu Sveitarfélagsins Árborgar gilda eftirfarandi reglur:

Úthlutun

 1. Land sem ákveðið er að leigja og laust er til umsóknar skal auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og með auglýsingu í héraðsblaði.
 2. Umsækjandi skal vera lögráða og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.
 3. Einungis er unnt að skila inn einni umsóknum frá aðilum með sama lögheimili.
 4. Einungis eigendur búfjár geta sótt um land til leigu og skal afrit af árlegri haustskýrslu skv. 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2014 fylgja umsókn, eða útprentun úr gagnagrunninum Bústofni ef um rafræn skil er að ræða.
 5. Umsækjandi skal gera grein fyrir því hversu mikið land hann hefur til umráða, bæði eignarland og leiguland, innan sveitarfélagsins og utan. Yfirlit úr fasteignaskrá skal fylgja umsókn.
 6. Við úthlutun skal skipulags- og byggingarnefnd meta þörf umsækjanda fyrir leiguland miðað við bústofn og það land sem umsækjandi hefur þegar til umráða, ef eitthvað er.
 7. Skipulags- og byggingarnefnd er heimilt að láta umsækjendur sem stunda atvinnustarfsemi sem tengist búfjárhaldi njóta forgangs, enda geti umsækjandi sýnt fram á með skattframtali eða skilagreinum um reiknað endurgjald/launagreiðslur að hann hafi tekjur af starfseminni. Undir þetta geta t.d. fallið rekstur reiðskóla, tamningar, hefðbundinn búskapur og ferðatengd starfsemi, s.s. húsdýragarðar og hestaferðir/hestaleiga.
 8. Ef fleiri en ein umsókn er jafngild skal dregið á milli umsókna.
 9. Umsókn skal ekki tekin gild ef upplýsingar skv. 4. og 5. lið hafa ekki verið lagðar fram.

Leigusamningur

 1. Leigusamningar um beitarland skulu gerðir til 5 ára í senn, en samningar um ræktunarland til 3ja ára í senn. Að leigutíma liðnum skal umsækjandi hafa forleigurétt að landinu til jafnlangs tíma og upphaflegur leigutími, óski hann framlengingar. Skal umsækjandi þá leggja fram gögn um búfjárhald og land sem hann hefur til umráða, sbr. 4. og 5. lið reglna þessara. Ekki skal endurnýja samning ef umsækjandi er hættur búfjárhaldi.
 2. Tilgreina skal í leigusamningi hvort land sem samningur tekur til sé beitarland eða ræktað land/land til ræktunar. Í því skyni að koma í veg fyrir að ræktunarland ónýtist skal land (tún) sem leigt er sem ræktað land ekki nýtt til hrossabeitar.
 3. Leigugjald skal vera 5% af fasteignamati, auk þess sem leigutaki greiðir fasteignaskatt.
 4. Túnum (ræktuðu landi) skal haldið í ræktun. Endurræktun ræktarlands er heimil á leigutímanum. Leigutaki beitarlands skal gæta þess að ofbeita ekki það land sem hann hefur til leigu.
 5. Girðingar leigulands eru á ábyrgð leigutaka og skal beitarland girt gripheldri girðingu.
 6. Óheimilt er að reisa byggingar á leigulandi. Leigutaki beitarlands þar sem hross eru höfð skal þó tryggja þeim skjól í samræmi við reglur þar að lútandi.
 7. Leigutaki sem nýtir hið leigða land til beitar og/eða vörslu dýra skal fara eftir lögum og reglum er varða aðbúnað og fóðrun dýra og dýravernd og ber leigutaki fulla ábyrgð á aðbúnaði dýranna.
 8. Leigutaki sem hættir búfjárhaldi skal skila landi sem hann hefur haft á leigu inn til sveitarfélagsins. Leigutaka er óheimilt að framleigja, framselja eða afhenda á nokkurn hátt leigurétt sinn að landinu.
 9. Heimilt er skipulags- og byggingarnefnd að gera samninga við félög búfjáreigenda um afnot af beitarlandi líkt og verið hefur. Slíkum samningum skal fylgja samþykkt viðkomandi félags um skilyrði sem félögin setja félagsmönnum fyrir afnotum af landi.

Samþykkt af bæjarstjórn 18. febrúar 2015

Umsókn um land á leigu skv. reglum um úthlutun lands til beitar- og ræktunar