Samþykkt um takmarkanir við flugumferð um Selfossflugvöll

Forsíða » Stjórnsýsla » Samþykktir, reglur og gjaldskrár » Samþykktir » Samþykkt um takmarkanir við flugumferð um Selfossflugvöll
image_pdfimage_print

Samþykkt Sveitarfélagsins Árborgar um takmarkanir við flugumferð um Selfossflugvöll nr. 1367/2007, með síðari breytingum 

1. gr.
Næturtakmarkanir: Á milli 23:00 og 07:00 eru flugtök bönnuð. [1] Heimilt er að víkja frá þessu í neyðartilvikum og skal það skráð sérstaklega. 

2. gr.
Takmarkanir á snertilendingum: Snertilendingar eru einungis leyfðar virka daga frá 7:00 til 18:00. 

3. gr.
Reglur þessar eru settar skv. 9. gr. reglugerðar um hávaða nr. 933/1999, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 478/2003 og öðlast gildi þegar í stað.

 

Samþykkt í bæjarráði Árborgar 15. nóvember 2007.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri.

[1] Breyting með samþykkt nr. 436/2009 

B-deild – Útgáfud.: 8. maí 2009