Stefna Árborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Forsíða » Stjórnsýsla » Stefnur » Stefna Árborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi
image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg líður ekki einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sínum og skuldbindur sig til að vinna að eftirfarandi meginmarkmiðum:   

  • Tryggja og viðhalda heilbrigðu og öruggu starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk.
  • Vinna að forvörnum gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi af hvers lags tagi, t.d. með fræðslu og vitundarvakningu.
  • Bregðast skjótt við kvörtunum og tilkynningum sem berast og varða einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sveitarfélagsins samkvæmt verkferlum um málshraða. Leggja skal áherslu á að ljúka könnun tilkynningar eins fljótt og auðið er.
  • Vinna eftir samræmdum verkferlum um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á faglegan og óhlutdrægan hátt.
  • Gæta jafnræðis og nærgætni í öllum aðgerðum hvort heldur gagnvart þeim sem tilkynnir um ofbeldi sem og þeim sem kvartað er yfir.

Stefna Árborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi