Leikskólastefna

Forsíða » Stjórnsýsla » Stefnur » Leikskólastefna
image_pdfimage_print

Leikskólastefna í Sveitarfélaginu Árborg

Leikskólastarf

Leikskólar í Sveitarfélaginu Árborg skulu  stuðla að því að öll börn sem þar dvelja geti notið bernskunnar. Þeim sé skapað  þroskavænlegt og öruggt  uppeldisumhverfi,  undir leiðsögn leikskólakennara þar sem lögð sé áhersla á  að börnin verði ábyrg, umburðarlynd og víðsýn.

Vinnuumhverfi/aðbúnaður

– húsnæði leikskóla í sveitarfélaginu sé aðlaðandi og vinnuumhverfi barnanna bjart og rúmt

– búnaður leikskólanna taki mið af aldri og þörfum barnanna, og þeim námsþáttum sem skólunum er skylt að vinna eftir samkvæmt lögum

– leiksvæði séu hönnuð með áherslu á öryggi og sem mesta fjölbreytni í leikaðstöðu

 Faglegt starf

– allir leikskólar sveitarfélagsins skulu hafa lokið við gerð skólanámskrár fyrir haustið 2005 og skulu þær  vera í stöðugri endurskoðun

– leikskólastarfið verði metið með skipulögðum hætti á hverju vori. Matið verði grundvöllur faglegrar þróunar á innra starfi leikskólanna

– leikskólakennarar fylgist ávallt vel með faglegri þróun og rannsóknum sem eiga sér stað í leikskólamálum 

– unnið sé að þróunarverkefnum til þess að tryggja að leikskólar Árborgar séu ávallt í fararbroddi

Starfsfólk

leikskólinn hafi alltaf á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki

-starfsfólk sem vinnur í leikskólunum sé hvatt til þess að hefja nám í leikskólafræðum

-stuðlað skal að því að innan 5 ára verði  a.m.k.  60% þeirra starfsmanna sem vinna með börnunum  leikskólakennarar

-unnið sé að endur- og símenntunaráætlunum allra starfsmanna einu sinni á ári 

-hvetja skal leikskólakennara til þess að fara í  framhaldsnám sem tengjast leikskólafræðum

Þjónustustig

Stefnt skal að því að sveitarfélagið geti uppfyllt þarfir fjölskyldna fyrir leikskóla á hverjum tíma en ávallt skal þó haft í huga að velferð barnsins sé ráðandi þáttur um mörk þjónustunnar.

– lokið verði við gerð langtímaáætlunar um uppbyggingu leikskóla fyrir 1. júní 2004

– langtímaáætlunin verði notuð sem leiðarljós við framtíðar uppbyggingu leikskóla í sveitarfélaginu

– gerðar verði þjónustukannanir til þess að kanna viðhorf foreldra til leikskólanna

– kynnt verði þjónustustig leikskóla með útgáfu kynningarbæklinga um hvern leikskóla

– stuðlað verði að stöðugri og öflugri kynningu á leikskólastarfinu í sveitarfélaginu

Samstarf

Stuðlað skal að því að gagnkvæmt traust og gott samstarf ríki á milli leikskóla og þeirra opinberu eða einkaaðila sem leikskólinn er í samstarfi við á hverjum tíma.

– stuðlað skal að því að gagnkvæmt traust og gott samstarf ríki á  milli heimilis  og leikskóla

– aukin áhersla verði lögð á þátttöku foreldra í leikskólastarfinu

– lögð skal áhersla á gott upplýsingastreymi milli heimilis og leikskóla

– lögð skal áhersla á að nýta þau menningarlegu og félagslegu tækifæri sem umhverfi og staðsetning leikskólanna býður upp á

– lögð skal áhersla á öflugt samstarf við þá fagaðila sem koma að málefnum leikskólabarna á hverjum tíma

– stuðlað verði að samfellu í uppeldi og menntun barna þannig að þau upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald af leikskólanum

– lögð verði áfram áhersla  á gott samstarf á milli allra leikskóla sveitarfélagsins

– lögð verði áfram áhersla á gott  og markvisst  samstarfi leik- og grunnskóla sveitarfélagsins 

 – komið verði  á sameiginlegum fræðslufundum/námskeiðum  leik-  og grunnskólakennara

– unnið verði út frá þeim námsþáttum sem skólanámskrár skólastiganna eiga sameiginlega

– vorskólinn verði þróaður áfram og endurmetinn  á hverju vori .

Endurskoðun

-leikskólastefnan skal tekin til endurskoðunar á þriggja ára fresti

Samþykkt í bæjarstjórn 15. desember 2003
Endurskoðuð af leikskólanefnd 15. mars 2006
Samþykkt í bæjarráði 23. mars 2006