Fundargerðir

Til baka Prenta
Frístunda- og menningarnefnd - 12

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
14.09.2020 og hófst hann kl. 16:45
Fundinn sátu: Guðmunda Ólafsdóttir varamaður, B-lista,
Guðmundur Kristinn Jónsson nefndarmaður, M-lista,
Jóna Sólveig Elínardóttir nefndarmaður, Á-lista,
Kjartan Björnsson nefndarmaður, D-lista,
Kristín Ósk Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar
Guðbjörg Jónsdóttir, B-lista og formaður nefndarinnar boðaði forföll sem og varamaður hennar Gunnar Borgþórsson. Guðmunda Ólafsdóttir, B-lista kemur því inn á fundinn.
Karolina Zoch, D-lista boðaði forföll.

Guðmundur Kr. Jónsson, M-lista stýrir fundi í fjarveru formanns.

Óskað eftir að mál nr. 2009512, Endurskoðun erindisbréfs ungmennaráðs Árborgar verði tekið inn á fundinn með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2008072 - Menningarmánuðurinn október 2020
Ólafur Rafnar Ólafsson, atvinnu- og viðburðafulltrúi fer yfir drög að dagskrá menningarmánaðarins október 2020.
Fram kom hjá Ólafi að flestir dagskrárliðir menningarmánaðarins væru staðfestir en sú vinna myndi klárast í vikunni. Reynt var að setja upp sem fjölbreyttasta dagskrá fyrir alla aldurshópa og horft var sérstaklega til þeirra sóttvarnarviðmiða sem eru í gildi vegna COVID-19. Vegna þeirra viðmiða verður ekki sérstök opnunarhátíð þetta árið né stór viðburður líkt og verið hefur undanfarin ár. Dagskráin verðu kynnt sérstaklega á næstu vikum á vef- og prentmiðlum ásamt því að auglýsa innan ákveðinni markhópa. Ólafi Rafnari falið að klára dagskrá hátíðarinna út frá umræðum á fundinum og koma í kynningu.
2. 2009463 - Skatepark og vetrarsvæði fyrir sleða á Stokkseyri
Lögð fram fyrirspurn um mögulega uppbyggingu skateparkvallar og sleðabrekku á Stokkseyri.
Nefndin þakkar fyrirspurnina og það frumkvæði sem kemur frá íbúum og telur jákvætt að byggja enn frekar upp afþreyingu í öllum byggðarkjörnum sem hvetur til útiveru og hreyfingar. Rætt um ýmsa möguleika og útfærslur og er starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram.
3. 2009468 - Samningur um golfakademíu við Fsu 2020-2023
Lögð fram tillaga að samningi við Golfklúbb Selfoss vegna reksturs akademíu við FSu.
Nefndin leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur en kostnaður vegna hans rúmast innan fjárhagsáætlunar málaflokks íþrótta- og frístundamála fyrir árið 2020.
4. 2009637 - Endurskoðun reglna fyrir frístundastyrk Árborgar
Farið yfir drög að endurskoðun reglna um frístundstyrk Árborgar.
Starfsmanni falið að uppfæra drögin í takti við umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
5. 2009487 - Ósk um styrk fyrir borðtennisfélag Selfoss
Lögð fram ósk frá Borðtennisfélagi Selfoss um styrk til kaupa á æfinga- og keppnisbúnaði fyrir félagið en það hóf æfingar á Selfossi sl. vetur.
Nefndin felur starfsmanni að ræða við forsvarsmenn borðtennisnefndarinnar.
6. 2008074 - Áherslur FMÁ í fjárhagsáætlun 2021
Rætt um helstu áherslur nefndarinnar fyrir fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs.
Fram kom að vinna við launaáætlun væri að mestu lokið og leggur nefndin ríka áherslu á stöðu lýðheilsufulltrúa enda samræmist það stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi samfélag.
7. 2006204 - Forvarnarstefna Árborgar 2020 - 2024
Starfmanni nefndarinnar falið að vinna stefnuna áfram og nefndarmenn sendi ábendingar beint á starfsmann fyrir næsta fund nefndarinnar.
8. 2009512 - Endurskoðun erindisbréf ungmennaráðs Árborgar 2020
Lögð fram drög að endurskoðuðu erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Árborgar.
Nefndin leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi erindisbréf ungmennaráðs Árborgar verði samþykkt.
Erindi til kynningar
9. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Lagt fram til kynningar.
Fram kom í umræðum nefndarinnar hvort byggingarnefndin myndi ekki kalla eftir áliti ungmennaráðs vegna uppbyggingar menningarsalarins.
10. 2009558 - Niðurstöður starfsdaga á fjölskyldusviði
Lagt fram til kynningar.
11. 2009559 - Kynning á Sinfóníuhljómsveit Suðurlands
Lagt fram til kynningar.
12. 2009459 - Neikvæð áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - Covid 19
lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:18 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica