Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 30

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
09.09.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri
Formaður óskar eftir því að fá að taka mál nr.2009612 Leiksvæði við Hólatjörn inn á afbrigðum.

Samþykkt

Álfheiður vék af fundi við afgreiðslu máls nr.2


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkustykki
Kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðs jarðvinnuútboðs ásamt útboði á byggingarstjórn og eftirliti vegna byggingu nýs grunnskóla í Björkurstykki lögð fram.
Eigna- og veitunefnd felur sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út.
2. 2009514 - Götulýsing í Tjarnarbyggð
Rarik ohf. hefur óskað eftir því að Sveitarfélagið Árborg taki yfir gatnalýsingu í Tjarnabyggð. Af þeim ástæðum að meginhlutverk Rarik ohf. sé að dreifa raforku til almennings og atvinnulífs og því samrýmist það ekki tilgangi fyrirtækisins að eiga og reka gatnalýsingu.

Samningsdrög liggja fyrir og hefur Rarik afhent öll gögn sem til eru um lýsingarkerfið í Tjarnarbyggð og um skráð viðhald sem farið hefur fram síðustu ár. Ekkert bendir til annars en að dreifikerfið, staurar og lampar séu í góðu ástandi. Í Tjarnarbyggð er eingöngu lýsing með natríumperum nema einum staur/lampa sem er með kvikasilfursperu. Æskilegt er að lömpum verði skipt út fyrir LED ljós með tímanum, sem er stefnan hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt gögnum frá Rarik hefur kerfinu verið viðhaldið reglulega. Kerfið telur 50 staura og eru allir staurar
galvaniseraðir (ryðvarðir með zinkhúð).

Samkomulag þetta er í samræmi við aðra samninga sem Rarik hefur gert við sveitarfélög um sambærilega yfirtöku á kerfum annars staðar á landinu. Sveitarfélagið tekur yfir gatnalýsinguna frá og með 1.október 2020.

Nefndin felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við Rarik enda samræmist það markmiðum sveitarfélagsins að hafa umráð og eiga sjálft sína innviði.
3. 2009515 - Viðbygging við Sigtún 1
Minnisblað ásamt kostnaðaráætlun vegna viðbyggingar við Sigtún 1 lagt fram.
Nefndin vísar málinu til fjárfestingaráætlunargerðar 2021.
4. 2009516 - Athafnarsvæði Eyrarbakkaveg
Mannvirkja- og umhverfissviði falið að setja vinnu af stað við að kanna fýsileika þess að koma að- og fráveitu fyrir fyrirhugað 400 hektara athafnasvæði vestan og norðan við Eyrarbakkaveg (Steinskotsmýri og Háeyrarmýri). Jafnframt að vinna frumkostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu svæðins sem inniheldur, jarðkönnun, landmótun, gatnagerð, lagnir o.s.frv. og leggja fyrir nefndina í byrjun næsta árs.
6. 1910214 - Fjárfestingaráætlun 2020-2023
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hjálagðan viðauka vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaráætlun ársins 2020.
8. 2009612 - Leiksvæði við Hólatjörn
Nefndin felur sviðsstjóra að hefja framkvæmdir við nýtt leiksvæði við enda Hólatjarnar í samræmi við hönnunargögn sem lögð voru fram á fundinum.
Erindi til kynningar
5. 2008163 - Fjárfestingaráætlun 2021-2024
Áframhaldandi vinna við fjárfestingaráætlun 2021-2024
7. 2009517 - Launaáætlun 2021
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica