Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 28

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
21.10.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Vegna Covid-19 verður fundurinn ekki opinn fyrir almenning en honum verður streymt í beinni útsendingu á facebook.

Forseti vildi í upphafi fundar koma á framfæri þökkum til starfsfólk og lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir frábæra frammistöðu vegna þeirra krefjandi verkefna sem Covid-19 hefur lagt því á herðar. Starfsfólk sveitarfélagsins sem stendur í framlínu þjónustunnar hefur oft þurft að leggja mikið á sig og beita lausnamiðuðum vinnubrögðum til að bregðast við óvæntum og síbreytilegum aðstæðum. Bæjarstjórn þykir að vel hafi tekist til í þessum verkefnum og þakkar fyrir það. Jafnframt lýsir bæjarstjórn yfir stuðningi sínum og samstöðu með starfsfólkinu.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2009468 - Samningur um golfakademíu við Fsu 2020-2023
Tillaga frá 87. fundi bæjarráðs. Erindi af 12. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 14. september sl. liður 3. Samningur um golfakademíu við Fsu 2020-2023. Nefndin lagði til við bæjarráð að samningurinn yrði samþykktur en kostnaður vegna hans rúmast innan fjárhagsáætlunar málaflokks íþrótta- og frístundamála fyrir árið 2020.

Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Samningurinn er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 2007191 - Nýtt húsnæði dagdvalar í Vinaminni
Tillaga frá 89. fundu bæjarráðs frá 1. október sl., liður 2. 2007191 - Nýtt húsnæði dagdvalar í Vinaminni.
Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Hollvinafélagsins Vallholti 19 um nýtt húsnæði fyrir dagdvölina í Vinaminni. Samningurinn gerði ráð fyrir afhendingu húsnæðis 1. febrúar 2021 og kallar ekki á útgjöld á árinu 2020.
Lagt var til að samningnum yrði vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

Félagar í Oddfellow hafa lýst vilja sínum til að styðja við starfsemi Vinaminnis með félagslegri aðkomu. Í fylgiskjali er þessum hugmyndum lýst nánar.

Bæjarráð vísaði endanlegum samningi til samþykktar í bæjarstjórn.

Gunnar Egilsson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls.

Samningurinn er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.
Hugsanleg aðkoma Oddfellow á Suðurlandi.pdf
3. 2002046 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki nr. 7.
Afgreiðslur nefnda í tengslum við þessa viðauka:

Tillaga frá 89. fundi bæjarráðs. Erindi frá 31. fundi eigna- og veitunefndar, frá 23. september, liður 5.
Nefndin samþykkti framlagt tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í borun á nýrri vinnsluholu við Ósabotna. Nefndin fól veitustjóra að ganga til samninga og óska eftir viðauka um tilfærslur innan fjárfestingaáætlunar 2020.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykktur yrði viðauki vegna tilfærslna á fjárfestingarfé upp á kr. 60.000.000,- þegar hann lægi fyrir.

Tillaga frá 32. fundi eigna- og veitunefndar, frá 14. október, liður 1. Baðaðstaða fyrir fatlaða. Beiðni um aðstöðubreytingu við sundlaugina á Stokkseyri

Nefndin óskaði eftir því við bæjarstjórn að samþykktur yrði viðauki fyrir framkvæmdinni svo taka megi aðstöðuna í gagnið í janúar 2021.


Tillaga frá 32. fundi eigna- og veitunefndar, frá 14. október, liður 2. Erindi um viðbyggingu og endurbætur í Vallaskóla. Farið yfir hönnun og kostnaðaráætlun vegna úrbóta á brunavörnum sbr. erindi frá skólastjórnendum. Nefndin samþykkti framkomnar tillögur og fól sviðsstjóra að vinna verkið í samráði við Brunavarnir Árnessýslu.

Nefndin óskaði eftir viðauka við bæjarstjórn í fjárfestingaráætlun 2020 fyrir þessu brýna verkefni.

Tillaga frá 32. fundi eigna- og veitunefndar, frá 14. október, liður 8. Fjárfestingaráætlun 2020-2023

Nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hjálagðan viðauka vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaáætlun ársins 2020.



Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls.

Viðauki nr. 7 er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.
4. 2009725 - Umsókn um fjölgun lóða - Brúarstræti 1
Tillaga frá 52. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. september sl., liður 11. - Umsókn um fjölgun lóða út úr Brúarstræti 1 Selfossi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti skiptingu lóðanna fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að erindið yrði samþykkt.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 1603084 - Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki
Tillaga frá 52. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. september sl., liður 13. Tillaga og greinagerð um Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka yrði auglýst og kynnt íbúum og hagsmunaaðilum.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum að tillaga að verndarsvæði í byggð í Eyrarbakka yrði auglýst.
6. 1901275 - Tillaga að deiliskipulagi á Tjarnarstíg Stokkseyri
Tillaga frá 52. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. september sl., liður 15. Tillaga að deiliskipulagi á Tjarnarstíg Stokkseyri.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan yrði auglýst.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
7. 2009505 - Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu - Heiðarstekkur 1 og 3
Tillaga frá 53. fundur skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október sl., liður 5. Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu að Heiðarstekk 1 og 3 Selfossi, erindið hafði verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að óverulega deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8. 2010027 - Framkvæmdir án leyfis - Efra Sel
Tillaga frá 53. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október sl., liður 12. Framkvæmdir án leyfis - Efra Sel.
Skipulagsfulltrúi stöðvaði framkvæmdir sem voru hafnar án leyfis að Efra Seli skv. 16 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.

Óskað var staðfestingar bæjarstjórnar á stöðvun framkvæmda að Efra Seli.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls.

Staðfesting bæjarstjórnar er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9. 1906257 - Beiðni um makaskipti á landi - land úr Stekkum fyrir land úr Óseyri
Makaskiptasamningur var samþykktur á 19. fundi bæjarstjórnar, dags. 15. janúar sl. þar sem Rófnagarður 1 var látinn í skiptum fyrir spildu úr Stekkum. Til þess að fá makaskiptasamningi þessum þinglýst þurfti að fá landskipti staðfest vegna Rófnagarðs, en honum hefur ekki verið formlega skipt úr jörðinni Stóru-Háeyri. Útskipt spilda Rófnagarður 1 hefur fengið lnr. 179342, fnr. 2341173. Engin mannvirki eru á spildunni.

Lagt var til við bæjarstjórn að landskiptagerð yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista ítrekaði fyrri bókun frá 19. fundi bæjarstjórnar.

Makaskipti á landi Gamla Hrauns sem meirihluti D-lista gerði á síðasta kjörtímabili var vegna þess að Sveitarfélaginu skorti land undir dælustöð og lét í skiptum óbyggilegt land, því voru þetta miklir hagsmunir sveitarfélagsins. Hagsmunir sveitarfélagsins í þessum makaskiptum sem nú er verið að samþykkja eru ekki í þágu þess.

Bæjarfulltrúar D-lista

Fundargerðir
10. 2009002F - Skipulags og byggingarnefnd - 51
51. fundur haldinn 9. september.
11. 2009004F - Fræðslunefnd - 25
25. fundur haldinn 9. september.
12. 2009006F - Eigna- og veitunefnd - 30
30. fundur haldinn 9. september.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 4 -Athafnarsvæði Eyrarbakkaveg og lið nr. 8.- Leiksvæði við Hólatjörn.
Gunnar Egilsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls undir lið nr. 6- Fjárfestingaráætlun 2020-2023.
13. 2009003F - Frístunda- og menningarnefnd - 12
12. fundur haldinn 14. september.
Kjartan Björnsson, D-lista tók til máls undir lið nr. 9 -Menningarsalurinn í Hótel Selfossi og lið nr. 11- Sinfóníuhljómsveit Suðurlands.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls.
14. 2009009F - Bæjarráð - 87
87. fundur haldinn 17. september.
15. 2009011F - Bæjarráð - 88
88. fundur haldinn 24. september.
16. 2009012F - Eigna- og veitunefnd - 31
31. fundur haldinn 23. september.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 2 - Erindi um viðbyggingu og endurbætur í Vallaskóla, lið nr. 5- Borun á ÓS-5 og lið nr. 3. Ingólfsfjall vatnsvernd.
17. 2009008F - Skipulags og byggingarnefnd - 52
52. fundur haldinn 23. september.
18. 2009014F - Bæjarráð - 89
89. fundur haldinn 1. október.
19. 2009013F - Skipulags og byggingarnefnd - 53
53. fundur haldinn 7. október.
20. 2010005F - Umhverfisnefnd - 14
14. fundur haldinn 7. október.
21. 2010004F - Félagsmálanefnd - 19
19. fundur haldinn 7. október.
22. 2010010F - Frístunda- og menningarnefnd - 13
13. fundur haldinn 12. október.
23. 2010002F - Bæjarráð - 90
90. fundur haldinn 15. október.
Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls undir lið nr. 19- Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls undir lið nr. 8- Heimsendur matur í Árborg.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tók til máls undir lið nr. 1 -Covid-19-Viðbragðsáætlun Árborgar við faraldi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica