Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 63

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
13.02.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1911494 - Breyting á sveitarfélagamörkum milli Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps
Svar frá Flóahreppi, dags. 4. febrúar, vegna beiðni um tilfærslu sveitarfélagsmarka.
Bæjarráð lýsir vonbrigðum sínum með niðurstöðu hreppsnefndar Flóahrepps. Bæjarráð beinir því til bæjarastjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Flóahrepps um framtíðarskipulag á uppbyggingu á landi Svf. Árborgar í Flóahrepp.
Sveitarfélagamörk Árborgar og Flóahrepps.pdf
2. 1812185 - Fyrirspurn vegna viðbyggingar - Austurvegur 69
Staðfesting ráðuneytisins á samkomulagi Árborgar og Flóahrepps um breytingu á sveitarfélagsmörkum.
Lagt fram.
Staðfesting ráðuneytis á samkomulagi Árborgar og Flóahrepps um breytingu á sveitarfélagamörkum.pdf
3. 2002026 - Atvinnumál - afsláttur af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi
Erindi frá Sæbýli ehf, dags. 4. febrúar, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á heitu vatni frá Selfossveitum árið 2020.
Með vísan til reglna um styrki til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja vegna orkunotkunar samþykkir bæjarráð að þessu sinni 25% afslátt af gjaldi fyrir heitavatnsnotkun tímabilið janúar til desember 2020.
4. 2002004 - Lagfæra landsvæði svo báðar flugbrautir verði innan leigusvæðis
Erindi frá Flugklúbbi Selfoss, dags. 30. janúar, þar sem Flugklúbbur Selfoss fram á að það landsvæði sem Flugklúbbur Selfoss leigir af Sveitarfélaginu Árborg, verði lagfært þannig að báðar flugbrautir verði afmarkaðar innan leigusvæðis.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarnefndar.
5. 1603084 - Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki
Tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands, dags. 7. janúar, það sem veittur er frestur til 1.9.2020 til að skila lokauppgjöri vegna verkefnisins Eyrarbakki, frá Einarshafnarhverfi austur að Háeyrarvöllum 12 - verndarsvæði í byggð og þá verður greiddur síðari hluti styrks úr húsafriðunarsjóði sem veittur var til verkefnisins.
Lagt fram.
6. 2002057 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Áfallinn heildarkostnaður við byggingu dælustöðvar fyrir Selfossveitur
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista, þar sem óskað er eftir upplýsingum um áfallinn heildarkostnað við byggingu dælustöðvar fyrir Selfossveitur, stöðu verkefnisins og áætluð verklok. Jafnframt um fjárhæð samþykkts tilboðs og fjárheimildir skv. fjárhagsáætlunum.
Erindinu verður svarað við fyrsta tækifæri.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista.pdf
Fundargerðir
7. 2001018F - Umhverfisnefnd - 8
Fundargerðir til kynningar
8. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
878. fundur haldinn 31. janúar.
878. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
9. 2002055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2020
202. fundur haldinn 4. febrúar.
202_fundur_HS_fundargerd.pdf
10. 1905258 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22 árin 2019-2020
6. fundur haldinn 4. febrúar.
200204bygginganefnd nr 6.pdf
11. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
21. fundur haldinn 4. febrúar.
Byggingarnefnd (21) 4.2.2020.pdf
12. 2002054 - Fundargerðir Bergrisans bs 2020
12. fundur haldinn 21. janúar.
Fundargerð 12. fundar stjórnar Bergrisans 210120.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica