Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 12

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
16.06.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Guðmunda Ólafsdóttir nefndarmaður, B-lista,
Guðrún Jóhannsdóttir nefndarmaður, M-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Ólafur Hafsteinn Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Egill Hermannsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Sigurður Ólafsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Ólafsson, deildarstjóri
Gestir fundarins:
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.

Guðlaug F Þorsteinsdóttir garðyrkjustjóri undir lið nr 8. "Kynning á nýjum starfsmönnum á mannvirkja- og umhverfissviði".


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2006024 - Fyrirspurn - landnemaspilda fyrir Tjaldskóg
Erindi frá Maríu og Thelmu í Tjaldinu, dags. 1. júní, þar sem þær óska eftir landsspildu fyrir Tjaldskóga.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu í umhverfisnefnd.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur formanni umhverfisnefndar og deildarstjóra frístunda- og menningarsviðs að ræða við umsækjendur.
2. 1902028 - Sorphirða í Árborg 2019/2020
Farið yfir opnunarskýrslu útboðs vegna sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg.
Nefndin felur mannvirkja- og umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, svo fremi sem tilboðsgjafi standist kröfur útboðsgagna.
3. 1907069 - Umhverfisverðlaun Árborgar 2019
Umhverfisnefnd tekur fyrir hvernig fyrirkomulag umhverfisverðlauna Sveitarfélagsins Árborgar verði háttað nú í ár 2020. Eftirfarandi verðlaun voru veitt á síðasta ári: Fallegasti garðurinn, fallegasta gatan, snyrtilegasta fyrirtækið eða stofnun ásamt verðlaunum fyrir frammúrskarandi starf að umhverfismálum í sveitarfélaginu.
Nefndin samþykkir óbreytt fyrirkomulag á veitingu umhverfisverðlauna á árinu 2020. Óskað verður eftir ábendingum íbúa varðandi tilnefningar til verðlaunanna.
4. 2006142 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Farið yfir mögulegar uppfærslur á gildandi samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu.
Nefndin felur mannvirkja- og umhverfissviði að endurskoða samþykktina og leggja fyrir umhverfisnefnd í síðasta lagi um miðjan október nk.
5. 1801139 - Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjamóta
Yfirferð ábyrgðaryfirlýsingar vegna lokunartilmæla UST vegna frágangs.
Lögð fram ábyrgðaryfirlýsing vegna lokafrágangs á jarðvegstipp við Lækjarmót. Umhverfisnefnd samþykkir yfirlýsinguna og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Erindi til kynningar
6. 1812126 - Samningur um móttöku á óvirkum jarðefnum í landi Súluholts í Flóahreppi
Kynning á samningi við landeigendur í Súluholti.
Lagt fram til kynningar.
7. 2002010 - Gámasvæði Árborgar að Víkurheiði - rekstur og nýframkvæmd
Breyting á gjaldskrá gámasvæðis og umræður um væntanlega útfærslu á kerfi klippikorta.
Lagt fram til kynningar. Drög að framtíðarfyrirkomulagi á gjaldtöku á gámasvæði verði tilbúin fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
8. 1908165 - Kynning á nýjum starfsmönnum á mannvirkja- og umhverfissviði
Kynning á nýjum garðyrkjustjóra Guðlaugu F Þorsteinsdóttur sem hefur meistararéttindi í skrúðgarðyrkju.
Guðlaug F Þorsteinsdóttir nýr garðyrkjustjóri kom inn á fundinn og kynnti sig fyrir nefndinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica