Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 87

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
17.09.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2009513 - Ársþing SASS 2020
Ákveðið hefur verið að halda ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 29. og 30. október n.k. á Stracta hótelinu á Hellu.
Lagt fram til kynningar
Bréf með kjörbréfum 2020.pdf
2. 2009513 - Ársþing SASS 2020
Beiðni frá HSL, dags. 7. september 2020, þar sem óskað er eftir að tillögur frá sveitarfélögum eða fulltrúum þeirra fyrir aðalfund verði skilað inn fyrir 12. október nk.
Lagt fram til kynningar
3. 2009561 - Áskorun - frumvarp um netverslun með áfengi
Áskorun, dags. 8. september 2020, frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa, á dómsmálaráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarmenn.

Samtökin skora á ráðherra að leggja frumvarp sitt um að heimila íslenska netverslun með áfengi til jafns við erlenda fram á nýjan leik og tryggja á sama tíma möguleika handverksbrugghúsa til að selja gestum vörur sínar með beinum hætti á framleiðslustað.
Með breytingunum mætti standa vörð um afkomu frumkvöðlafyrirtækja og tugi starfa í öllum landshlutum á erfiðum tímum, auk þess að ýta undir framleiðslu á íslenskum gæðavörum og minnka kolefnisspor hinna seldu vara svo um munar.

Lagt fram til kynningar
Áskorun á ráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarfólk.pdf
4. 2009559 - Kynning á Sinfóníuhljómsveit Suðurlands
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að stofnun klassískrar hljómsveitar á Suðurlandi og þann 16. september n.k. er fyrsti tónleikadagur hljómsveitarinnar. Fyrsta verkefni Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands eru tónleikar fyrir börn í sunnlenskum grunnskólum.
Á þessum fyrstu tónleikum heimsækir skólana 14 manna klassísk hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, ásamt sögumanni, og flytur nemendum 40 mínútna dagskrá. Hljómsveitin er að stærstum hluta skipuð hljóðfæraleikurum á Suðurlandi enda er það eitt af meginmarkmiðum með stofnun hljómsveitarinnar.

Þessir tónleikar eru styrktir af Uppbyggingarsjóði SASS, Tónlistarsjóði, List fyrir alla, Kaffi Krús, Seti röraframleiðslu og Sigtúni þróunarfélagi.

Bæjarráð fagnar því að Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hafi nú tekið til starfa og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
Kynning á verkefninu Sinfóníuhljómsveit Suðurlands.pdf
5. 2006029 - Frístundamiðstöð í Árborg - niðurstöður fýsileikakönnunar
Á 78. fundi bæjarráðs var ákveðið að fresta skipan starfshóps þar til bæjarfulltrúar hefðu fengið kynningu á lokaverkefni Braga Bjarnasonar, deildarstjóra frístunda- og menningardeildar um mögulegan ávinning þess fyrir Árborg að sameina nokkrar stofnanir sem sinna frístundastarfi í sveitarfélaginu í sama húsnæði. Kynningin hefur farið fram og er nú lagt til að skipaður verði starfshópur til að vinna málið áfram á grunni skýrslunnar. Starfshópurinn verði skipaður fimm aðilum kjörinna fulltrúa og hagaðila.

Einnig er tillaga að erindisbréfi fyrir starfshóp um uppbyggingu frístundamiðstöðvar.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf. Kjörnir fulltrúar verði Arna Ír Gunnarsdóttir og Sveinn Ægir Birgisson.
Erindisbréf starfshóps um uppbyggingu frístundamiðstöðvar.pdf
6. 2009640 - Fiskveiðiárið 2020-2021
Erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. september 2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta. Vilji sveitarstjórn leggja til að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal skila rökstuddum tillögum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.
Bæjarráð samþykkir að útfærsla Svf. Árborgar tryggi sem fyrr að landa megi afla í Þorlákshöfn og að ekki skipti máli hvar hann er unnin innan sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að tilkynna um útfærslu til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.
Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.pdf
Reglur 19-20 B_nr_191_2020.pdf
7. 2005163 - Beiðni Grant Thornton um frekari frest til að klára úttekt á framkvæmdum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar
Beiðni Grant Thornton, dags. 14. september 2020, um frekari frest til að klára úttekt á framkvæmdum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar. Áætlað er að niðurstöður úttektar munu liggja fyrir um mánaðarmót og því lagt til að hún fái umfjöllun í bæjarstjórn í október.
Bæjarráð samþykkir umbeðinn frest til Grant Thornton.
Vegna frests 14.9.2020.pdf
8. 2009666 - Stafrænt ráð fulltrúa sveitarfélaga á Suðurlandi
Erindi frá SASS, dags. 11. september 2020, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í faghóp sunnlenskra sveitarfélaga um stafræna þróun.
Faghópi SASS um stafræna þróun er ætlað að miðla upplýsingum milli sunnlenskra sveitarfélaga og stafræns ráð Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stafræna ráði Sambandsins er ætlað að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga og móta samstarf sveitarfélaga á landsvísu um þau mál.

Bæjarráð samþykkir að Sigríður Magnea Björnsdóttir, verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Svf. Árborg, verði fulltrúi sveitarfélagsins í faghópinn.
Tölvupóstur frá SASS .pdf
Erindi til landshlutasamtaka um þátttöku í stafrænu ráði sveitarfélaga 060820.pdf
9. 2009616 - Könnun - evrópskt rannsóknasamstarf um lýðræði á sveitarstjórnarstigi
Erindi frá Háskólanum á Akureyri, dags. 7. september 2020, þar sem óskað er eftir netföngum þeirra sem sitja í skólaráðum grunnskóla og hverisráðum sveitarfélagsins.
Um nokkurt skeið hafa fræðimenn við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands unnið í Evrópsku rannsóknasamstarfi sem fjallar um lýðræði á sveitarstjórnarstiginu. Gengur verkefnið undir heitinu Local-State Society Relations. Rannsökuð eru tengsl sveitarfélaga við borgara sína í gegnum nefndir á vegum sveitarfélags þar sem borgararnir taka þátt.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við umrædda aðila og koma til skila netföngum þeirra sem það samþykkja.
Tölvupóstur frá HA.pdf
10. 2009672 - Hlutverk og tilgangur ungmennaráða sveitarfélaga
Erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 26. ágúst sl., þar sem mælst er til að sveitarfélög líti til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggi að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá menningar- og frístundafulltrúa og óskar jafnframt eftir að markmiðum æskulýðslaga verði fylgt eftir.
Bréf til sveitarfélaga um ungmennaráð.pdf
11. 2009486 - Umsögn - svæðaskipting fyrir manntal 2021
Erindi frá Byggðastofnun, dags. 26. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir athugasemdum sveitarstjórna um tillögu að skiptignu landsins í landssvæði og talningarsvæði.
Á landsbyggðinni hafa Hagstofan og Byggðastofnun skipt talningarsvæðunum niður eftir bestu vitund.
Samráð hefur verið haft við öll landshlutasamtökin utan höfuðborgarsvæðisins.
Þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ, Árborg, Akranesi og Akureyri hefur verið skipt upp eftir reiknirit, þar sem reynt var að finna skástu uppskiptingu með tilliti til lögunar smásvæðanna og innri líkinda hvað varðar húsnæðið.

Lagt fram til kynningar
Tölvupóstur frá Byggðastofnun.pdf
12. 2009680 - Frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 20. ágúst 2020, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur lokið frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Tölvupóstur - Frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga.pdf
Fundargerðir
13. 2009002F - Skipulags og byggingarnefnd - 51
51. fundur haldinn 9. september.
13.1. 2009453 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hundagerði á Stokkseyri.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir hundagerði á Stokkseyri.
14. 2009004F - Fræðslunefnd - 25
25. fundur haldinn 9. september.
15. 2009006F - Eigna- og veitunefnd - 30
30. fundur haldinn 9. september.
16. 2009003F - Frístunda- og menningarnefnd - 12
12. fundur haldinn 14. september.
16.3. 2009468 - Samningur um golfakademíu við Fsu 2020-2023
Lögð fram tillaga að samningi við Golfklúbb Selfoss vegna reksturs akademíu við FSu.
Nefndin leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur en kostnaður vegna hans rúmast innan fjárhagsáætlunar málaflokks íþrótta- og frístundamála fyrir árið 2020.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
16.8. 2009512 - Endurskoðun erindisbréf ungmennaráðs Árborgar 2020
Lögð fram drög að endurskoðuðu erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Árborgar.
Nefndin leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi erindisbréf ungmennaráðs Árborgar verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð gerir athugasemd við aldursmörkin 14-22 ára í erindisbréfinu, í ljósi athugasemda umboðsmanns barna. Erindisbréfinu er vísað aftur til frístunda- og menningarnefndar til frekari úrvinnslu.
Fundargerðir til kynningar
17. 2001248 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2020
14. fundur haldinn 16. apríl.
15. fundur haldinn 26. maí.
16. fundur haldinn 9. september.

Lagt fram til kynningar
200416 stjórnarfundur hjá Byggðasafni Árnesinga nr. 14.docx.pdf
200526 stjórn Byggðasafns Árnesinga nr 15.pdf
200909 stjórn Byggðasafns Árn nr 16.pdf
18. 1905258 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22 árin 2019-2020
7. fundur haldinn 26. maí.
8. fundur haldinn 9. september.

Lagt fram til kynningar
200909 fundur bygginganefndar nr 8.pdf
19. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Fundargerðir vegna Svæðisskipulags Suðurhálendisins lagar fram.
Í fundargerðinni frá 30. júní er óskað eftir afstöðu sveitarfélaga til afmörkunar skipulagssvæðisins, s.s. hvort fylgja eigi þjóðlendulínu eða afmarka svæðið á annan hátt.

1. fundur haldinn 30. júní.
2. fundur haldinn 1. september.

Bæjarráð telur eðlilegt að fylgt verði þjóðlendulínu.
Fundargerð 1. fundur.pdf
Fundargerð 2. fundur.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica