Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 95

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
26.11.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2011129 - Umsögn - þingsályktun um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál
Erindi frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 11. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 43. mál.
Lagt fram til kynningar.
Beiðni um umsögn efnahags- og viðskiptanefnd mál 43.pdf
 
Gestir
Sigríður Vilhjálmsdóttir - 17:00
2. 2011163 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 17. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun heilstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum. Mál 81.
Lagt fram til kynningar.
Beiðni um umsögn allsherjar- og mennarmálanefnd mál 81.pdf
3. 2011168 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr 63/2013 málsmeðferð ofl.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.
Lagt fram til kynningar.
Beiðni um umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mál 276.pdf
4. 2011204 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
Lagt fram til kynningar.
Beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 275. mál.pdf
5. 2011205 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.
Lagt fram til kynningar.
Beiðni frá velferðarnefnd Alþingis 240. mál..pdf
6. 2011206 - Umsögn - frumvarp til laga um fiskeldi vannýttan lífmassa í fiskeldi
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, þar sem óskað var eftir umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis 265. mál. .pdf
7. 2011207 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.
Lagt fram til kynningar.
Erindi velferðarnefndar Alþingis 187. mál. .pdf
8. 2011211 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga nr. 140/2019 sveitarfélag fyrsta lögheimilis
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 19. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögum um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.
Lagt fram til kynningar.
Erindi allsherjar- og mennarmálanefndar Alþingis 82. mál.pdf
9. 2011212 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd, dags. 19. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030. 278. mál.
Bæjarráð felur fjölskyldusviði að taka erindið til umsagnar.
Erindi frá allherjar-og mennamálanefnd 278. mál. .pdf
 
Gestir
Sigríður Vilhjálmsdóttir - 17:10
10. 2011138 - Styrkbeiðni - Stígamót 2021
Erindi frá Stígamótum, dags, 9. nóvember, þar sem óskað var eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000,-
Styrkbeiðni Stígamóta vegna ársins 2021.pdf
11. 2009512 - Endurskoðun erindisbréf ungmennaráðs Árborgar 2020
92. fundi bæjarráðs var óskað eftir umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um álit umboðsmanns barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.
Sambandi íslenskra sveitarfélaga sendi minnisblað og bréf sem áður hafði verið sent á FÍÆT um sama mál.

Lagt fram til kynningar.
12. 2010253 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð í Víkurheiði
Erindi frá Gröfuþjónustu Steins ehf, dags. 19. nóvember, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóð nr. 7 við Víkurheiði merkt G í nýrri deiliskipulagsbreytingu. Til vara er sótt um sömu lóð merkta F á nýrri deiliskipulagsbreytingu.
Bæjarráð samþykkir að vilyrði verði veitt fyrir lóð nr. 7 merkt G við Víkurheiði til 6 mánaða í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
13. 2008181 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð nr. 5 við Norðurhóla á Selfossi
Erindi frá World Wide-Ísland ehf, dags. 20. nóvember, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 5 við Norðurhóla á Selfossi.
Lóðin er skipulögð og auglýst og því veitir bæjarráð ekki vilyrði.
14. 2010150 - Heimsendur matur í Árborg
Á 90. fundi bæjarráðs fól bæjarráð fjölskyldusviði að gera verðkönnun byggða á því sem fram kom í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum.


Bæjarráð samþykkir framlagðan samning um heimsendan mat fyrir eldri borgara. Þjónusta skv. samningnum hefst 1. janúar 2021.
15. 2011214 - Roðagyllum heiminn - athygli vakin á ofbeldi á konum
Erindi frá Soroptimistarklúbbi Suðurlands, dags. í nóvember 2020, þar sem vakin var athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu Roðagyllum heiminn.
Óskað var eftir að sveitarfélagið tæki þátt í að vekja athygli á málefninu með því t.d. að lýsa upp byggingar dagana 25. nóvember til 10. desember með roðagylltum lit.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur mannvirkja- og umhverfissviði útfærsluna.
Roðagyllum heiminn.pdf
16. 2004184 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2020
Rekstraryfirlit jan - september 2020
Lagt fram til kynningar.
17. 2011167 - Drög að samþykktum HSL
Erindi frá HSL, dags. 16. nóvember, vegna breytinga á samþykktum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnsýslusviðs til athugunar.
Fundargerðir
18. 2011005F - Fræðslunefnd - 27
27. fundur haldinn 11. nóvember.
19. 2011007F - Eigna- og veitunefnd - 34
34. fundur haldinn 11. nóvember.
20. 2011011F - Félagsmálanefnd - 20
20. fundur haldinn 16. nóvember.
21. 2011009F - Skipulags og byggingarnefnd - 56
56. fundur haldinn 18. nóvember
Fundargerðir til kynningar
22. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
891. fundur haldinn 20. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 891.pdf
23. 2005074 - Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2020
6. fundur haldinn 6. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
6. fundur AÁ 6.11.2020.pdf
24. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
564. fundu haldinn 6. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
564. fundur stj. SASS.pdf
25. 2002055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2020
207. fundur haldinn 25. september.
- skýrsla um hreinsun á lóðum og lendum.
208. fundur haldinn 13. nóvember.
- viðbragðsáætlun um bætt loftgæti - til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
207_fundur_fundargerd.pdf
Fundargerd_208_fundar_HS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica