Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslunefnd - 22

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
20.05.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður, S-lista,
Gunnar Rafn Borgþórsson nefndarmaður, B-lista,
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson nefndarmaður, Á-lista,
Brynhildur Jónsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður, D-lista,
Guðbjartur Ólason fulltrúi skólastjóra,
Kristín Eiríksdóttir fulltrúi leikskólastjóra,
Kristín Björnsdóttir fulltrúi kennara,
Sandra Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra,
Soffía Guðrún Kjartansdóttir fulltrúi leikskólakennara,
Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir fulltrúi foreldra leikskóla,
Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1608087 - Reglur um leikskóla í Árborg
Endurskoðaðar reglur lagðar fram. Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir, leikskólaráðgjafi, sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti helstu breytingar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2004153 - Heiti leikskólans við Engjaland
Tillaga lögð fram um að efna til nafnasamkeppnivegna nýs leikskóla í Engjalandi á Selfossi sem stefnt er að opna á vordögum 2021.
Tillögu að nafni leikskólans skal skilað í tölvupósti á netfangið skolathjonusta@arborg.is

Upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer sendanda þarf að koma fram. Verðlaun verður veitt fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu.

Nafnasamkeppnin er opin öllum og eru íbúar á öllum aldri hvattir til að taka þátt í samkeppninni.
Frestur til að skila inn tillögum er til og með þriðjudeginum 9. júní 2020.

Samþykkt samhljóða.


Erindi til kynningar
3. 2001046 - Fundargerðir leikskólastjóra o.fl.
Fundargerð frá 5. maí 2020 til kynningar.
Óskað eftir að helstu niðurstöður starfsmannakönnunar á leikskólum verði kynntar á næsta fundi.
4. 2005149 - Íslensku menntaverðlaunin 2020
Auglýsing til kynningar.
5. 2005146 - Samvirkni og samvinna í þróunar- og umbótastarfi - rannsóknarniðurstöður
Grein frá maí 2020 um rannsóknarniðustöður til kynningar.
6. 2004183 - Fagráð eineltismála - opnun upplýsingaveitu um eineltismál og ráðgjöf
Til kynningar.
7. 2005050 - Byggðaráðstefna 2020 - menntun án staðsetningar
Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:23 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica