Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 7

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
25.08.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Axel Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá erindi um viðauka við fjárhagsáætlun frá Stekkjaskóla vegna fjölgunar nemenda og kosningu fulltrúa Árborgar á Aðalfund Afréttamálafélags Flóa og Skeiða. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
6. mánaða rekstraruppgjör ásamt frávikagreiningu.
Lagt fram til kynningar
Rekstraryfirlit málaflokka Samanburður 06 júní 2022.pdf
2. 2208169 - Afnotaleyfi vegna Haustgildis 2022
Beiðni frá Mannvirkja- og umhverfissviði um að samþykkt verði afnotaleyfi á landi vegna hátíðarinnar, Haustgildi á Stokkseyri, 10.-11. september nk.
Leyfisbeiðandi: Brimrót, kt. 501519-3539.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að afnotaleyfið verði veitt og fagnar framtakinu.
Afnotaleyfi -Haustgildi á Stokkseyri 2022.pdf
3. 2208124 - Tækifærisleyfi - Gimli - uppskeruhátíð
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 12. ágúst sl., þar sem óskað var eftir umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi við Stokkseyri, Hafnargötu 1, Stokkseyri, þann 10. september 2022 frá kl. 13:00 til kl. 17:00 þann 11. september 2022. Umsækjandi: Pétur Már Guðmundsson, kt. 130776-3539.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að tækifærisleyfið verði veitt.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2022030672.pdf
4. 2208149 - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2022
Erindi frá Jafnréttisstofu um landsfund jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 15. september nk.
Lagt fram til kynningar.
Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 15. september 2022.pdf
5. 2208216 - Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni
Sameiginleg bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um alvarlega stöðu vegna mönnunar heilbrigðsstarfsfólks á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar tekur undir bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar um stöðu mönnunar heilbrigðisstarfsfólks á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Ekki er jafnt aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu vegna undirmönnunar. Bæjarráð leggur til að fá Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSu inn á fund sem fyrst til að eiga samtal um stöðuna á HSu.
Inngangur og sameiginleg bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni.pdf
6. 2208236 - Erindi um fjölgun nemenda í Stekkjaskóla
Erindi frá skólastjóra Stekkjaskóla, dags. 21. ágúst, þar sem óskað var eftir viðauka við launaáætlun 2022 vegna fjölgunar nemenda í Stekkjaskóla.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 3.4 mkr. Bæjarráð vísar því til fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
Bréf til Þ.Hj, viðauki við launaáætlun 2022-Stekkjaskóli.pdf
7. 2208246 - Fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar á aðalfund Afréttamálafélags Flóa og Skeiða 2022
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Árborgar á aðalfund Afréttamálafélags Flóa og Skeiða verði Ari Björn Thorarensen og Baldur Gauti Tryggvason til vara Gísli Guðjónsson.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica