Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 79

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
25.06.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2004285 - Deiliskipulagsbreyting Heiðarstekkur 7
Tillaga frá 46. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 10. júní sl., liður 11. Deiliskipulagsbreyting að Heiðarstekk 9-11 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir skipulagsbreytinguna .
2. 2006042 - Deiliskipulagsbreyting - Strokkholsvegur
Tillaga frá 46. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 10. júní sl., liður 12. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Strokkholsvegi við Stóru Sandvík.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

Bæjarráð samþykkir skipulagsbreytinguna.
3. 2001293 - Deiliskipulagstillaga Hellisland 36
Tillaga frá 46. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 10. júní sl., liður 13. Tillaga að deiliskipulagi að Hellislandi 36 Selfossi, skipulagslýsing hefur verið auglýst og engar tillögur borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst.

Bæjarráð samþykkir að skipulagstillagan verði auglýst.
4. 2002046 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki 3
2004297 - Framfaravog sveitarfélaganna - úrvinnsla niðurstaðna 2019
Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg haldi áfram þátttöku í verkefninu "Framfaravog sveitarfélaga" út árið 2021 þannig að móta megi markmið og aðgerðaáætlun, vinna með nokkrar vel valdar aðgerðir og fá raunhæfan samanburð milli ára. Markmið verkefnisins er aukin velferð með framúrskarandi þjónustu.

Kostnaður af þátttökunni er kr. 1.800.000- án/vsk. vegna ársins 2020 og leggja undirritaðir til að bæjarstjórn Árborgar samþykki viðauka við fjárhagsáætlun 2020 til að tryggja þátttöku Árborgar í verkefninu.


Tillaga um að þáttaka í verkefninu "Framfaravog sveitarfélaga" út árið 2021 og að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu Framfaravog sveitarfélaga og framlagðan viðauka nr. 3 upp á kr. 1.800.000,-

Gunnar Egilsson lætur bóka hjásetu sína.
5. 2006190 - Viðspyrnuáætlun sveitarfélaga og fasteignaskattsálagning árið 2021 vegna Covid-19
Bókun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júní, - beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.
Lagt fram til kynningar
Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.pdf
6. 2006170 - Hækkun námugjalds í Þórustaðanámu - áhrif á verksamninga
Erindi frá Borgarverk, dags. 16. júní, um hækkun námugjalds í Þórustaðanámu og áhrif þess á verksamninga.
Bæjarráð telur að í minnisblaði sviðsstjóra og lögfræðings sveitarfélagsins komi fram fullnægjandi rökstuðningur fyrir því að erindinu verði hafnað. Einnig er ljóst að samþykki sveitarfélagið fulla kostnaðarþátttöku í þessum aukna kostnaði sem Borgarverk gerir kröfu um mun það vera fordæmisgefandi vegna annarra verka sem eru í gangi hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð getur því ekki fallist á framlagða kröfu Borgarverks um fulla kostnaðarþáttöku vegna hækkaðs verð á jarðefni úr Þórustaðanámu. Bæjarráð lýsir sig hins vegar reiðubúið til að kanna hvort eða hvernig mögulegt er að koma til móts við Borgarverk og aðra verktaka sem hófu jarðvinnuframkvæmdir fyrir sveitarfélagið áður en hækkunin kom til. Í því sambandi óskar bæjarráð eftir tölulegum upplýsingum frá mannvirkja- og umhverfissviði um öll þau jarðvinnuverkefni sem nú er í gangi á vegum sveitarfélagsins og hvaða áhrif hugsanleg kostnaðarhlutdeild hefur á lokaniðurstöðu verkefnanna ef sveitarfélagið myndi koma til móts við verktaka með kostnaðarhlutdeild vegna hækkaðs verð úr Þórustaðanámu.
7. 2006162 - Beiðni um undanþágu frá reglug. nr. 676 um vinnuskyldu byggðakvóta Árborgar vegna Covid-19
Erindi frá Útgerðarfélaginu Hásteini ehf., dags. 15. júní, þar sem óskað er eftir undanþágu frá reglugerð nr. 676 um vinnuskyldu byggðakvóta Árborgar/Stokkseyrar 2019-2020 vegna Covid-19.
Bæjarráð hefur ekki vald til að veita undanþágu frá gildandi reglugerð og hafnar erindinu.
8. 2006117 - Beiðni um öryggismyndavélar í Sandvíkurhreppi
Beiðni frá Hverfisráði Sandvíkurhrepps, dags. 9. júní, þar sem óskað er eftir að settar verði upp öryggismyndavélar við gatnamótin á Tjarnarbyggð og Eyrarbakkavegi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til úrvinnslu í eigna- og veitunefnd.
2989_001.pdf
9. 1910172 - Beiðni - aukning kennslukvóta frá hausti 2020
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 15. júní, þar sem óskað er eftir formlegu svari frá Sveitarfélaginu Árborg vegna erindis sem skólinn sendi 14. október 2019 um viðbótar kennslukvóta frá hausti 2020 og var tekið fyrir í bæjarráði 31. október sl. þá bókaði bæjarráð eftirfarandi: Bæjarráð vísar erindinu til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar.
Við vinnslu fjárhagsáætlunar 2020 fórst fyrir að taka afstöðu til þessarar aukingar í kennslukvóta og því ekki gert ráð fyrir aukningunni á fjárhagsáætlun.

Bæjarráð hafnar aukningu vegna ársins 2020 en samþykkir að taka tillit til aukinna þarfa Tónlistarskólans við ákvörðun um kennslukvóta í vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Svfél. Árborg v. viðbótarkvóta 2020-21.pdf
10. 1906041 - Húsnæði Tónlistarskóla Árnesinga
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 11. júní, þar sem óskað er eftir að gerðar verði breytingar á kennsluhúsnæði Tónlistarskóla Árnesinga Eyravegi 15.
Bæjarráð samþykkir að gerðar verði breytingar á húsnæðinu en hafnar ósk um búnaðarkaup. Bæjarstjóra ásamt Eignadeild er falið að afla samþykkis húseigenda.
11. 2006222 - Leiðarkerfi innanbæjarstrætó í Árborg 2020
Minnisblað frá deildarstjóra frístunda- og menningardeildar, dags. 22. júní, um innanbæjarstrætó og breytingu á leiðarkerfi 2020.
Bæjarráð samþykkir að bæta við ferð milli byggðarkjarna í Árborg fyrir hádegi (ferð 2 í töflu) og færa til tímasetningar á leiðum eftir hádegi til að samræma við frístundaaksturinn.
Breytingarnar rúmast innan fjárhagsáætlunar.
12. 2006234 - Fjarverustefna
Bæjarráð óskaði eftir minnisblaði, frá bæjarstjóra og mannauðsstjóra, um umfang veikinda og fjarvista hjá sveitarfélaginu, ásamt tillögu að aðgerðum sem miða að bættu starfsumhverfi og lækkun veikindakostnaðar.
Bæjarráð samþykkir tillögu mannauðsstjóra að aðgerðum. Bæjarstjóra falið að skipa verkefnishóp sem ber ábyrgð á fullvinnslu fjarverustefnu fyrir sveitarfélagið.
13. 2006233 - Frávikagreining
Bæjarráð óskaði eftir minnisblaði frá bæjarstjóra og fjármálastjóra í samstarfi við hagdeild fjármálasviðs um aðgerðaráætlun um framkvæmd átaks í eftirliti með framvindu fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir aðgerðaráætlun fjármálastjóra og bæjarstjóra vegna átaks í eftirliti með framvindu fjárhagsáætlunar.
14. 2006232 - Verkefnið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19
Erindi frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 22. júní, þar sem sveitarfélög er hvött til að auka félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna Covid-19. Hægt er að senda inn umsókn fyrir 30. júní nk. og óska eftir fjárframlagi.
Bæjarráð óskar eftir mati fjölskyldusviðs á þörf og forsendum fyrir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Aukið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna Covid-19.pdf
15. 2003222 - Breyting á kjörskrá í Sveitarfélaginu Árborg 2020
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá.
16. 2006196 - Umboð til bæjarstjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrá
Bæjarráð Árborgar veitir bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Gísla Halldóri Halldórssyni, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá vegna forsetakosninga 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Gísla Halldóri Halldórssyni, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá vegna forsetakosninga 2020.
Fundargerðir
17. 2006004F - Eigna- og veitunefnd - 26
26. fundur haldinn 9. júní.
18. 2006001F - Skipulags og byggingarnefnd - 46
46. fundur haldinn 10. júní.
18.7. 2006041 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð á Eyrarbakka.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Niðurstaða 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veitaframkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð á Eyrarbakka
18.8. 2006040 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitu við Votmúlaveg.
Umsækjandi: Selfossveitur
Niðurstaða 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykir að veita framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitu við Votmúlaveg.
18.10. 2004276 - Deiliskipulagsbreyting að Heiðarvegi 1 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Niðurstaða 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar
Erindinu er hafnað byggt á innkomnum athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að hafna erindinu.
18.19. 2006104 - Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir leiktæki á Stokkseyri
Niðurstaða 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir ærslabelg á Stokkseyri.
19. 2006006F - Fræðslunefnd - 23
23. fundur haldinn 11. júní.
20. 2006009F - Umhverfisnefnd - 12
12. fundur haldinn 15. júní.
21. 2006008F - Félagsmálanefnd - 16
16. fundur haldinn 15. júní.
21.3. 2006130 - MST-CAN
Niðurstaða 16. fundar félagsmálanefndar
félagsmálanefnd tekur vel í erindið og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá fjölskyldusviði áður en mótuð er afstaða til verkefnisins.
Fundargerðir til kynningar
22. 2006003 - Fundargerð Landskerfis bókasafna 2020
Fundargerð aðalfundar.
Fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna 2020.pdf
23. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
885. fundur haldinn 12. júní.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 885.pdf
24. 2002054 - Fundargerðir Bergrisans bs 2020
17. fundur haldinn 3. júní.
-liður 4. Verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA. Stjórn Bergrisans samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Óskað er eftir staðfestingu aðildarsveitarfélaganna á reglunum.

Bæjarráð samþykkir verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA.
Fundargerð 17. fundar stjórnar Bergrisans.pdf
Reglur - NPA.pdf
Verklagsreglur v stuðningsfjölskyldna.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica