Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 21

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
25.03.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1908196 - Aðstöðusköpun í Pakkhúsinu
Sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs og formanni nefndarinnar falið að afla frekari gagna og leggja fyrir næsta fund.
2. 2002011 - Endurgerð gatna - Rauðholt og Austurvegur
Bókun má sjá í viðhengi
bókun í máli 2002011 á 21.fundi.pdf
Erindi til kynningar
3. 1812133 - Miðbær Selfoss
Lagðar fram til kynningar hugmyndir um rekstur innviða í nýjum miðbæ á Selfossi.
4. 1910219 - Snjómokstur 2019-2020
Nefndin þakkar fyrir góðan og vandvirkan snjómokstur það sem af er vetri. Tilfallinn kostnaður vegna vetrarþjónustu frá 01.01 - 23.03 ár hvert á tímabilinu 2016-2020 er sem hér segir, uppreiknað m.v. vísitölu neysluverðs í feb.2020:

2016 28.698.592
2017 9.295.958
2018 25.075.381
2019 16.269.912
2020 23.441.591
5. 2002070 - Staða nýframkvæmda
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
Önnur mál:

Sviðsstjóri fór yfir ráðstafanir sem gerðar hafa verið á starfssemi sviðsins vegna COVID-19.

Reynt verður að halda gangandi eins mikilli þjónustu sveitarfélagsins og mögulegt er á hverjum tíma þrátt fyrir samkomubann og hugsanleg veikindi eða sóttkví starfsfólks. Horft er til þess að draga úr smithættu meðal almennings og vernda lykilstarfsmenn frá sóttkví eða veikindum. Íbúum er bent á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir frekari upplýsingar um þjónustu.

Nefndin vill þakka starfsfólki sviðsins fyrir alla þá vinnu sem það hefur lagt í undirbúning og framkvæmd til að bregðast við þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú geisa hér á landi. Við svona aðstæður sést hvað mannauðurinn er mikill sem sveitarfélagið hefur á að skipa og samstaðan mikil meðal starfsmanna að gera sitt besta til að halda uppi starfsemi sveitarfélagsins.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:09 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica